Kirkjuritið


Kirkjuritið - 01.10.1959, Blaðsíða 40

Kirkjuritið - 01.10.1959, Blaðsíða 40
374 KIRKJURITIÐ Deildarforingjar í œskulýÍSsfélagi Akureyrarkirkju. TaliS frá vinstri: Björn Arason, fyrir drengjadeild, lngimar Eydal, fynr a'Saldcild, Ásta SigurSardóttir, fyrir stúlknadeild. Undirbúningur. Reyndar var ekki hægt að svo komnu að tileinka sér allt, er snerti undirbúning vikunnar. Og á hverjum stað verður að byggja starfið upp eftir eigin staðháttum. Eitt var það t. d., sem séra Harald sagði: Fáið sama ræðu- manninn fyrir alla vikuna. Reynslan hjá honum hafði sýnt kosti þess mjög greinilega. Endirinn varð þó sá, að við kusum heldur að hafa marga ræðumenn eða tvo á hverju kvöldi, prest og leikmann. Um þetta veit ég að verða skiptar skoðanir, en hér á eftir að reyna, hvað á við um íslenzka staðhætti, hvor leiðin sé betri. Eftir að kirkjuvikumálið hafði verið rætt í sóknarnefnd og á safnaðarfundi, var valinn sérstakur maður til þess að sjá um nauðsynlegan undirbúning. Starfaði hann í samráði við formann sóknarnefndar og sóknarpresta. Reynt var að upplýsa fólk eftir föngum, hvað hér væri um að vera. Og daginn fyrir kirkjuvikuna var sérstök tilhögunar- skrá borin út um bæinn. Með skránni fékk almenningur kost a að kynna sér, hvernig vikan hafði verið skipulögð frá degi til dags.

x

Kirkjuritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.