Kirkjuritið


Kirkjuritið - 01.10.1959, Blaðsíða 41

Kirkjuritið - 01.10.1959, Blaðsíða 41
KIRKJURITIB 375 Æskulýðsdagurinn. Svo hófst hún sunnudaginn 8. marz. Sá dagur hafði af æsku- lýðsnefndinni verið ákveðinn sameiginlegur dagur sérstaklega helgaður æskulýðnum í landinu. Fyrsta atriðið voru samkomur sunnudagaskólans 1 kirkju og kapellu. Eftir hádegi var æskulýðsmessa, sem var eins og hver önnur messugjörð, nema hvað mest bar á ungu fólki í kiikju. Fimm næstu kvöld, frá mánudegi til föstudags, hélt kiikju- vikan áfram og endaði sunnudaginn 15. marz með guðsþjónustu. Þjónuðu nágrannaprestar og prófastur, en þeirra aðstoð a kirkjuvikunni var mikil og góð. Eiga þeir miklar þakkir skyld- ar, sem og aðrir starfsmenn kirkjuvikunnar. Það, sem sérstaklega var öðru vísi en fólk átti að venjast, voru samkomurnar á kvöldin. Þær hófust kl. 9 síðdegis og þeim stjórnaði framkvæmdastjóri vikunnar. Eins og ég minntist á, var hann valinn strax í upphafi. Það var ungur, dugandi maöur, najög áhugasamur og kirkjurækinn, Jón Kristinsson rakara- meistari. Þakka ég honum sérstaklega. Hann setti hverja samkomu með ávarpi. Hann sleit þeim með hvatningu til gestanna um að sækja kirkju næsta kvöld. S amkomurnar. Á hverju kvöldi voru tvær ræður, nema miðvikudagskvöld, Þá var föstumessa. Prestur og leikmaður störfuðu saman. Þeir völdu sjálfir ræðu- efni, en einkunnarorð vikunnar voru úr Davíðs sálmum: ••Ég varð glaður, er menn sögðu við mig, göngum í hús Érottins." Með því átti að láta áhrif starfsins mótast af þeirri gleði, sem kirkjan vill gefa bömum sínum. Karlakórar bæjarins, kirkjukórinn og ljúðrasveitin, skiptust á að túlka hina fegurstu hljómlist þessi kvöld. Seinasti liður kvöldsins var hinn sami fyrir þau öll. Prestur og söfnuður lásu á víxl 84. sálm Davíðs, en allir báðu uPphátt Faðir vor, og sunginn var hinn gullfagri sálmur séra Matthíasar: „Þú Guð míns lífs, ég loka augum mínum“. Mér fannst sérstaklega áhrifaríkt að syngja lokaorðin, þau reyndust eins konar tengiliður milli daganna:

x

Kirkjuritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.