Kirkjuritið


Kirkjuritið - 01.10.1959, Blaðsíða 43

Kirkjuritið - 01.10.1959, Blaðsíða 43
KIRKJURITIÐ 377 Jesú til lofsöngs og bæna í húsi hans. Hér var safnazt saman um hið eina nauðsynlega. Og kirkjan var á dagskrá í bænum. Það var rætt um hana á heimilum, vinnustöðum og vegamótum. Starfsemin var líkt og örin, sem bendir í vissa átt: Sjáið — komið. Meðal kirkjugesta voru þeir, sem aldrei áður höfðu skipt sér af kirkjunnar mál- um, eins og konan, sem sagði: „Ég held ég sé orðin vitlaus, ég er farin að sækja kirkju dag eftir dag.“ Nýir vinir. Nú er þessari viku lokið, og nokkur tími síðan. Þó að of mik- ið sé að vænta þess, að um stóra breytingu sé að ræða af fyrstu tilraun, þá er hitt víst, að margir eignuðust nýtt viðhorí til kirkju sinnar. Ljósið fór ekki undir mæliker, heldur á ljósa- stikuna, og það lýsti hinum mörgu, sem voru í húsinu. Kirkjan eignaðist nýja vini, sem glaðir gengu í það hús. Einn þeirra sagði: Ég hefi ekki gengið til altaris í 25 ár, en nú kem ég. ÞaÖ kom til umræðu eftir á, að nú væri þörf fyrir samtök leikmanna, sem vildu efla og styðja kirkjuna til áhrifa, auka kirkjusókn. Ef sú hreyfing myndast, er miklu til leiðar komið. Leikmannahreyfing. Kirkjuvikan leiddi í Ijós ýmis atriði, sem vert er að athuga. I fyrsta lagi þátttöku leikmanna. Ég gat um hina dökku hlið a kirkjusókninni, en sú hlið má hverfa í skuggann, þegar hugs- uð er um hina trúu og staðföstu kirkjuvini. Við það fólk bind- ast vonir. Hvað sem um deyfðina má segja, eru til áhugamenn °g konur, sem þrá að helga kirkjunni krafta sína. Þeim er kirkjugangan ekki stundarfyrirbæri, heldur sívakandi þrá eftir Guði. Éf þetta fólk fær tækifæri til að einbeita kröftum sínum til heilla fyrir kirkjuna, vaknar safnaðarvitund. Presturinn stend- ur ekki einmana og hikar í vonleysi sínu. I stað kyrrstöðu er hieyfing, líf — „heilagt prestafélag“, eins og Páll orðar það. Fyrir nánara samfélag við sóknarprestinn finnur hinn trú- asti hópur samábyrgð og löngun til að leggja fram af tima finum, hæfileikum og fjármunum fyrir kirkjuna. Um það bar kirkjuvikan vott.

x

Kirkjuritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.