Kirkjuritið


Kirkjuritið - 01.10.1959, Blaðsíða 44

Kirkjuritið - 01.10.1959, Blaðsíða 44
378 KIRKJURITIÐ Hin virka þátttaka. Annað er, að söfnuðurinn taki virkan þátt í hinni sameigin- legu guðsþjónustu. Vér höfðum mikið hugsað um þátttöku í söng og bæn. í þetta sinn sat kirkjukórinn niðri í kirkjunni. Með því móti var hann nær fólkinu og í betri aðstöðu til að örva almennan söng. Fólkið var hvatt til að syngja með. Orgelið leiddi sönginn. Við fyrstu tóna þess kom spurningin: Mundi fólkið syngja? Einkennileg eftirvænting greip um sig. Söngurinn kom, veik- ur fyrst, en hann óx. Það var eins og verið væri að kanna ókunna stigu, hvort öruggt væri að gefa sig söngnum á vald. Gleðin hjá þeim, sem voru að gerast virkir þátttakendur, duldist ekki, hún var smitandi, og sungið var af meiri og meiri styrkleik. Ekki var síður ánægjulegt að finna fólkið samstilla hug og hjarta í samlestri og bæn. Davíðs sálmur hljómaði á víxl milli prests og safnaðar. Það var opinberun að hlusta á fólkið tjá sig. Hér bendir kirkju- vikan oss og segir: Þetta er leiðin. Listin. í þriðja lagi er að minnast á hlutverk listarinnar. Vér mis- skiljum oft starf kirkjukóranna. Það er tvíþætt. Annars vegar að leiða og örva almennan safnaðarsöng, en hins vegar að flytja sérstakt kórverk á útlendu máli, „anþem“, þar sem allir hlusta. Þetta gerði kirkjukórinn. Hann hjálpaði fólkinu til að syngja og hann söng hrífandi kórverk, sömuleiðis hinir kórarnir. Hin æðsta túlkun listar í litum, formum, leik og söng er kirkjunni nauðsynleg. Þar birtist trúin og finnur leið að innstu hjartarótum. Gjafirnar. í fjórða lagi vil ég nefna fórnina, gjafirnar, sem fólk færir kirkjunni til þess að styðja hana. Fólkinu, sem kom á kirkjuvikuna, var gefið tækifæri til að gefa sinn skerf við anddyrið. Vér íslendingar erum óvanir því að láta eitthvað af mörkum í sambandi við guðsþjónustur. Sum- um finnst það ekki við eiga. Aðrir líta á það sem betl. En ligg- ur ekki hér mikil veila?

x

Kirkjuritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.