Kirkjuritið


Kirkjuritið - 01.10.1959, Blaðsíða 46

Kirkjuritið - 01.10.1959, Blaðsíða 46
380 KIRKJUHITIÐ orsaka gleði, sem fyllir allt húsið. Svarið við fagnaðarboðskap Krists hlýtur að vera þetta: Ég varð glaður og þakklátur. Starf og bœn. í sjötta og seinasta lagi vil ég nefna starf og bæn. Það hefði mátt nefna fyrst og seinást. Mikilvægi þess er aldrei ofmetið. Því hér er skilyrði fyrir góðum árangri í hverju máli. Að byggja upp kirkjuviku eða annað kristilegt starf, er eins og að byggja hús. Til þess þarf mörg handtök. En hvað verður það starf án bænar. — „Nema Drottinn haldi vörð, erfiða smiðirnir til ónýtis.“ Kirkjuvikan útheimtir mikið starf. Þar sem notað er ákveðið form, er undirbúningur í höndum 49 manna, sem skiptast í sjö nefndir. Hver nefnd fær sitt verkefni. Ég nefni sem dæmi að útbreiða og auglýsa vikuna, sjá ráð til að mæta útgjöldum og annast fjárhaginn, velja söng og hljómlist, fara í heimsóknir á heimilin, biðja fyrir starfinu og fá aðra til þess. Mikið af þessu annaðist framkvæmdastjórinn sjálfur hjá oss. En í raun og veru á hann ekki að gera annað en skipuleggja starfið og stjórna því. Ef hugsað er um árangurinn, er þörf á að fá sem flesta í samstarf. Kirkjuvikan margir kirkjudagar. Ég tel rétt að reyna kirkjuvikur sem víðast. Þær hafa margt sameiginlegt kirkjudögunum, en það fram yfir, að fólkið kem- ur ekki einn dag, heldur fleiri daga í röð. Skyldi það ekki verka öfugt? kynni einhver að spyrja. Gefst ekki fólkið upp á því að koma dag eftir dag? Reynslan sýnir hið gagnstæða. Gleðin yfir göngunni í hús Drottins vex með hverjum degi. Þetta er sterkast við kirkjuvikuna. Koman þangað prédikar sjálf. Hún segir: Komdu aftur! Og hér býr ekki á bak við neitt mannaverk, heldur það afl, sem ræður á himni og jörð, hið sama, sem lætur sólkerfin fara sína braut, laufið vaxa á trjánum, og manninn lifa. Komist andi mannsins í snertingu við þennan mátt, er hann andleg vera, sem kemur til þess að nærast af brauði lífsins, eiga sam- félag við Guð í húsi hans.

x

Kirkjuritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.