Kirkjuritið


Kirkjuritið - 01.05.1960, Blaðsíða 3

Kirkjuritið - 01.05.1960, Blaðsíða 3
Bœn tollheimtumannsins. 1 auðmýkt stend ég álengdar og andvarpandi styn, í auðmýkt sé á álengdar minn eina sanna vin. Á jörðu finn ég hvergi skjól, mitt hefðarstig er lágt, en þú, hin ljúfa líknarsól, þú ljómar eins á smátt. Hjá mönnunum ég finn ei frið og fjarri stend því nú, ó, Drottinn minn, ég mæni og hið, að miskunn veitir þú. En ég er óhreinn, sjúkur, sár og sekur fyrir þér, ég heygi í duftið daprar hrár: ó, Drottinn, líkna mér! Matthías Jochumsson. Þessi sálmvers, sem ég minnist ekki að hafa séð prentuð, eru tekin úr bæn fyrir prédikun í Akureyrarkirkju á 11. sunnu- hag eftir trínitatis árið 1894. Bænin hefur auðsjáanlega fallið í stuðla ósjálfrátt, um leið og höfundurinn skrifaði ræðuna, og hann ef til vill gleymt sálminum undireins, eða ekki talið hann nógu vel kveðinn eða þess virði að halda honum til haga. Samt hygg ég, að lesendum Kirkjuritsins muni þykja fengur að sálm- |num, sem svo skýrt sver sig í ættina, enda er margt lakara 1 sálmabók vorri. 13 Benjamín Kristjánsson.

x

Kirkjuritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.