Kirkjuritið


Kirkjuritið - 01.05.1960, Blaðsíða 6

Kirkjuritið - 01.05.1960, Blaðsíða 6
196 KIRKJURITIÐ — Við vorum seinir til matar, en ég var svo heppinn, að við náðum í sérstakt borð í kjallaranum eða réttara sagt neðri hæðinni, og voru þar einnig kona Niemöllers og sonur, við- íelldið og ljúfmannlegt fólk. Talið barst fyrst að hlutverki kirkjunnar í sambandi við heimsfriðinn. Ég spurði Niemöller, hvað hann teldi, að kirkjan sem heild, gæti, að hans áliti, gert til þess að varðveita heims- friðinn, — hvort um nokkra sérstaka framkvæmd gæti verið að ræða. Niemöller vitnaði til ýmissa yfirlýsinga og greinargerða, sem fram hefðu komið á heimsþingum kirkjunnar, en sagði, að ef um sérstakar framkvæmdir ætti að vera að ræða, hefði hann mesta trú á kirkjulegri hjálparstarfsemi og sameiginlegu æsku- lýðsstarfi í ýmsum löndum, verklegum átökum til uppbygging- ar þar sem þjóðir voru illa staddar eða aftur úr. Slíkt starf er og á að vera alþjóðlegt, án tillits til þess, hvort þeir, sem ávaxt- anna njóta, eru kristnir eða ekki kristnir, hvort þeir tilheyra austri eða vestri. Þetta er hægt að gera í nafni kirkjunnar aZZr- ar. Við tilheyrum samfélagi, og verðum að lifa saman og hjálp- ast að. Kirkjan safnar t. d. milljónum, — vill hún nota þetta fé til heilla fyrir aðra en sjálfa sig? — Er kirkjan fær um að lýsa yfir sérstakri stefnuskrá í sambandi við lausn heimsmálanna? Hún er ekki fær um það enn sem komið er að setja upp sér- staka ácetlun (program), en ætti að geta gert það eftir tíu ár. — Hvað um afvopnunarmálin ? Mínar eigin skoðanir eru þær, svaraði Niemöller, að fram- kvæma ætti 100% afvopnun, algert afnám vopna, en slíkt er ekki unnt enn sem komið er, og þess vegna verður að keppa að því „svo langt sem auðið er“ á hverri stund. Til þessa þarf samvinnu milli austurs og vesturs. Eftirlitið ætti að vera í hönd- um Sameinuðu þjóðanna, en þá yrði einnig að gera ráð fynr því, að öll ríki veraldar fái að vera með og skuldbindi sig til að hlíta eftirliti og forsjá Sameinuðu þjóðanna í þessum mál- um. Allur her yrði þá niður lagður, nema nokkurt „lögreglU' lið“ undir stjórn Sameinuðu þjóðanna. — Hvaða mótbárur koma helzt fram af hálfu andstæðinga yðar í þessu máli? Þær eru helzt í þá átt, að það hljóti alltaf að verða stríð,

x

Kirkjuritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.