Kirkjuritið


Kirkjuritið - 01.05.1960, Blaðsíða 10

Kirkjuritið - 01.05.1960, Blaðsíða 10
200 KIRKJURITIÐ keppni um sjálfboðavinnu kvenna o. fl. í sambandi við ofan- greinda spurningu leyfi ég mér að taka smákafla upp úr rit- gerð frú Ólafar, sem fjallar um kirkjuna og sjálfboðavinnu kvenna að safnaðarmálum: „Nú eru starfandi kvenfélög í sambandi við fjölmargar kirkj- ur í bæjum og sveitum landsins ... virðast þau einkum beita sér fyrir mannúðarmálum, ef þau eru þá ekki að hjálpa til þess að byggja eða skreyta sitt kirkjuhús. Þannig beinist starf þeirra einkum að hinu ytra lífi safnaðarins, en ætti það ekki einnig að vera hlutverk þeirra að efla hið innra líf kirkj- unnar?“ E. t. v. er hér bent á möguleika til að efla kirkjusóknina. Það er að fá bræðra og systrafélög innan safnaðanna (og stofna þau þar, sem þau eru ekki fyrir) til þess að beita sér fyrir að auka kirkjusóknina, hafa samtök um að allir meðlimir félaganna sæki kirkju og freista að fá aðra til að rækja safn- aðarguðsþjónustuna á helgum dögum. # Helgir dagar ■— þeir eru margir — sumum finnst of margir —■ hjá okkur. Það er ekkert aðalatriði, hvort þeir eru margir eða fáir, heldur hitt, að þeir séu notaðir rétt. Helgur dagur er ætlaður til að stunda það, sem heilagt er, ganga fram fyrir auglit hins heilaga í hans helgidómi. Þegar þetta er vanrækt, þá er helgidagurinn misnotaður, og því er það, að sumum finnst hinir helgu dagar vera fleiri en þörf er fyrir til að full- nægja eðlilegri hvíldarþörf vinnandi fólks í landinu. # „Möguleikar prestsins til áhrifa eru miklir. Það er enginn vafi. Það er svo enn í dag. Mín reynsla í fámennu prestakalli í afskekktri sveit og í fjölmennu prestakalli í Reykjavík var sú, að hann hefði fleiri tækifæri til góðs en hann væri maður til að grípa.“ (Sigurbj. Einarsson biskup). í bók eftir kunnan enskan hagfræðing, Barböru Ward, segir. að einhlítasta lexía sögunnar sé sú staðreynd, að kristindómur og lýðræði hafi tvinnazt svo náið á Vesturlöndum, að ef annað sé frá hinu skilið, hljóti það að visna og verða að engu.

x

Kirkjuritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.