Kirkjuritið


Kirkjuritið - 01.05.1960, Blaðsíða 11

Kirkjuritið - 01.05.1960, Blaðsíða 11
KIRKJURITIÐ 201 ..Bandarískt fólk er frjálslegt í framkomu, vinsamlegt og skyldurækið. Trúar- og kirkjulíf er þar mjög blómlegt og traust °g þykir það alveg sjálfsagt, að hver og einn fari reglulega í ^irkju á hverjum sunnudegi. Öll kristindómsfræðsla barna er Þar í höndum kirkjunnar, en ekki skólanna, eins og hér hjá okkur.“ Þetta segir Gerður Jóhannsdóttir eftir sex mánaða dvöl í Vesturheimi. * Séra Jón Eyjólfsson hélt Stað í Aðalvík 1843—67. „Hann bætti svo um menntun manna í Aðalvík, að þar var enginn ttiaður óskrifandi, er hann fór þaðan.“ (ísl. æviskrár). * Steinn Stefánsson skrifar grein í síðasta hefti Menntamála Um nýjungur í brezkum skólamálum. Þar segir: „Hin einu beinu afskipti, sem hið opinbera hefur af námsskrá, eru þau, að skólum er fyrirskipað að byrja hvern dag með nokkurs kon- ar guðsþjónustu. Er það víðast í framkvæmd þannig, að sung- inn er sálmur, lesinn kafli úr Biblíunni, farið með faðir vor og loks sunginn sálmur á eftir.“ # Blöðin sögðu á dögunum frá allmiklum átökum í borginni °wa Hunta í Póllandi. Ástæðan var sú, að stjórnarvöldin ugðust byggja skóla á lóð einni, þar sem fólkið hafði ákveðið að reisa kirkju sína. Urðu mannvíg í þessum átökum og bar ®tjórnin og lið hennar hærra hlut, enda mun það hafa verið e ur búið en almúginn. Þessir atburðir — eins og raunar ótal lri — bera vott um það, að ekki er trúin neitt hégómamál 0 kinu í löndunum fyrir austan tjald. * Gef ég megi létta lífið þeim, er líða og stríða í þessum táraheim. Gef mér blessun yfir allt mitt starf, ég treysti þér og engu kvíða þarf. (Hildur Baldvinsdóttir). Gísli Brynjólfsson.

x

Kirkjuritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.