Kirkjuritið


Kirkjuritið - 01.05.1960, Síða 17

Kirkjuritið - 01.05.1960, Síða 17
KIRKJURITIÐ 207 Nú skulum vér minnast á kirkjuna eins og hún blasir við oss hér í heimi með allar sínar deildir og deilur. Hún nálgast ekki neitt nándarnærri hugsjón Drottins um kirkjuna, né það starfs- mið, sem hann fékk henni. Það er augljóst mál. Samt trúi ég á hana, hún er lífsnauðsyn kristnu lífi. Hún geymir það, sem Kristur fól henni: ákveðna og óslitna lífshreyfingu, þær grund- vallarreglur trúar og breytni, sem fólgnar eru í játningunum, s°mu helgiathafnirnar eða sakramentin, sama hlutverkið. Svo fremi að ég trúi á Krist og vil vinna honum og að hann vinni rner> verð ég að sjálfsögðu að vera innan, en ekki utan kirkj- unnar. Með kirkjunni á ég í þessu sambandi við allar hinar ynisu kirkjudeildir. Vér erum ósammála um sumt, en hitt er miklu fleira, sem vér erum sammála um, og nú erum vér farn- lr að starfa saman. Kirkjunni gengur starf sitt skrykkjótt. En bað er enginn annar til að vinna verkið; því að kirkjan ein rseður yfir erfikenningunni, trúnni og tækjunum, sem Kristur Saf henni. Og raunar starfar hún ekki sem verst; hún leiðir nú menn til Guðs í öllum heimslöndum, og veitir harðvítuga and- ^iöðu öllum spillingaröflum veraldarinnar, holdi og djöfli. Já, GS trúi á hana, og viljir þú Kristi þjóna, átt þú að vera í henni. G. F. Fisher erkibislcup (G.Á.). Stórmerkt starf. Maður heitir Ósvaldur Knudsen. Hann er einna kunnastur malarameistari í Reykjavik. í tómstundum sínum hefur hann nSi stundað myndatökur m. a., og eru ýmsar ljósmyndir ans víðfrægar. En mestur mun hróður hans verða sakir nokk- Urra kvikmynda, sem hann hefur gert bæði af náttúruviðburð- Urn’ SVo sem Heklugosi, fornum þjóðlífsháttum: t. d. á Horn- °ndum, atvinnulífi: t. d. fráfærum og grásleppuveiðum — °S sí3asj- en sjzt merkum viðburðum. Tel ég þar Skálholts- ^ynd hans frá uppgreftri og hátíð á hinu forna biskupssetri msta. Yfirleitt eru þetta úrvalsmyndir, sem stórgróði er að V-n gildi þeirra fara sívaxandi. argar þeirra er ágætt að sýna á barna- og unglingasam- um. Og á því höfundur þeirra skildar þakkir og virðingu kirk junnar fyrir þetta fagra og þjóðholla brautryðjandastarf.

x

Kirkjuritið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.