Kirkjuritið


Kirkjuritið - 01.05.1960, Blaðsíða 23

Kirkjuritið - 01.05.1960, Blaðsíða 23
KIRKJURITIÐ 213 Skrýtið. Drottinn agar þann, sem hann elskar, og oss mönnunum íinnst oss vera það skylt líka. Það er alkunn saga, að þjóð- erniskenndin verður oft ríkust og ættjarðarástin brennur hvað heitast í brjósti þeirra, sem dvelja fjarvistum frá fósturfold- lnni- Því er ekki að kynja, að ást Vestur-íslendinga hefur stund- Urn komið fram í fúkyrðum þeirra yfir kirkjulífinu á íslandi, sem ævinlega hefur að vonum verið ábótavant. Eins og vér höfum raunar líka vitað hér heima. Nýlega farast séra Ingþóri Indriðasyni, sem vígðist vestur fyrir tæpu ári, svo orð, að því er mér er hermt samkv. Lögb.-Heimskr. nr. 9, 4. marz s. 1.: • • • Um kirkjumál á íslandi vil ég sem minnst tala, því að það umræðuefni hitar mér og ég tala því líklega fljótt af mér. I stuttu máli: Saga íslenzku þjóðkirkjunnar síðastliðin 50 ár er sor-garsaga. Kirkjan hefur misst af samtíðinni, heil héruð me§a heita heiðin eða verr en það, prestar ... Nei, nú segi ég ekki meira. Ég vildi, að sumt það, sem ég hef séð og heyrt I 'slenzku kirkjunni, væri mér gleymt. Bezt er að gleyma því, Seni að baki er, og horfa fram á við. Þrátt fyrir mikla niður- læSingu er Kristur enn að verki í hinni kristnu kirkju á ís- andi. Þótt margir úlfar séu í hjörðinni, þá á íslenzka kirkjan marga trúa syni. Ég trúi, að kristni á íslandi muni vaxa styrk- nr á næstu árum. — Af framansögðu má ráða, að hérlendis er kirkjulíf ólíkt líflegra. ...“ Hressilega mælt, þótt sumt sé ekki verulega merkilegt eins °S það að: „Kristur er enn að verki í hinni kristnu kirkju (!) f. hslandi. Ég fór líka að hugsa um annað mér til nokkurs hug- lettis. hað vili svo einkennilega til, að margir mestu áhrifamenn islenzku kirkjunnar á þessari öld hafa dvalið langdvölum vestra a tyrstu prestsskaparárum sínum, eins og fyrrv. biskup og nú- Verandi form. Prestafélags íslands o. fl. o. fl. Og ekki er nú f-'tlandi annað en að þeir hafi eitthvað vitkazt og batnað við 1 að eins og greinarhöfundurinn sjálfur — og kirkjan okkar SVo notið þess og mótazt af því. Kannske eru þeir líka þessir ’-ti'úu synir“, en við heimalningarnir allir, með þá núverandi 'skup líklega í fararbroddi, „úlfarnir". n skrýtnast er samt að hugsa til þess, að þeir vestra skuli al Vera að sækja sér presta hingað heim og nú síðast séra

x

Kirkjuritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.