Kirkjuritið


Kirkjuritið - 01.05.1960, Blaðsíða 25

Kirkjuritið - 01.05.1960, Blaðsíða 25
Andlát séra Ólafs Tómassonar. Það bar til á sunnudegi á slætti sumarið 1834 að messað var a Holtastöðum. Einn kirkjugesta, ráðsmaður og fyrirvinna frá- skilinnar konu þar í sókninni, kom að máli við prestinn, áður en í kirkju var gengið, og bað hann að lýsa til hjónabands með Ser og stjúpdóttur húsmóður sinnar. Presturinn, séra Ólafur Tómasson, lofaði því. Hann lýsti af stól með hjónaefnunum Þann dag og næstu tvo messudaga. Er þeim lýsingum var lok- 10 og fullnægt öðrum lögmæltum undirbúningi hjónabands, var ákveðinn giftingardagur. Er bóndaefnið kom að Blöndudals- hólum til að ræða þetta mál við prestinn, var séra Ólafur las- mn, 0g fyigdj vart fötum. Sagðist þó vænta þess, að sér létti, SVo að hann gæti framkvæmt hjónavígsluna ákveðinn dag, 18- október, laugardag. Það fór á annan veg. Prestur lagðist rumfastur og elnaði sóttin. Liðu svo nokkrir dagar. Undir morgun á föstudaginn var séra Ólafur með óráði. Hann reis upp úr rúmi sínu og klæddist. Sonur hans, er Sveinn þát, svaf í rúmi hið næsta honum, til aðstoðar, ef einhvers Þyrfti hann með. Sveini varð bylt við þetta og spurði föður stnn, hví hann færi á fætur, veikur og fyrir dag. Prestur sagði, uð ekki væri það að ástæðulausu, að hann fór í föt. Hann hefði ofað að gifta hjón í dag á Holtastöðum, og nú færu þau að orna; sér veitti ekki af tímanum. Sveinn bað hann liggja ró- egan, bezt væri að bíða dagsins. Séra Ólafur lagðist þá í hvílu Slna alklæddur, og rann á hann mók. Bráðlega stóð hann upp uftur og gekk fram úr húsinu óstyrkum skrefum, valtur á fót- Urn. Sveinn fór á eftir, bað hann hugsa ekki til ferðar fársjúk- Ur, og svo ætti giftingin ekki að fara fram fyrr en daginn eftir. Prestur gaf orðum hans lítinn gaum, og fann þó mjög h vanmættis síns, því að hann fékk varla á fótum staðið.

x

Kirkjuritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.