Kirkjuritið


Kirkjuritið - 01.05.1960, Blaðsíða 31

Kirkjuritið - 01.05.1960, Blaðsíða 31
KIRKJURITIÐ 221 Vér trúum á heilagan anda og að fyrir hann sé Guð alltaf að starfi í huga og hjörtum mannanna, veki með þeim rétta viljahræringu og sérhverja tilraun til hins sanna og góða. Vér trúum, að andi Guðs knýi mennina til þess að játa syndir sín- ar og veita guðlegri fyrirgefningu og náð móttöku. Vér trúum, að Andinn hafi verið nálægur með almætti sínu við upphaf kirkjunnar og gefið lærisveinunum kraft til þess að bera vitni um það, sem þeir höfðu séð og heyrt, fyllt þá kærleika til bræðr- anna og von um komu rikisins og veitt þeim styrk til þess að kenna stöðuga nálægð Krists mitt á meðal sín. Vér trúum, að af hinum sama Anda sé kirkjunni stöðuglega veitt leiðsögn og kraftar meðlima hennar styrktir gegn freistingum, ótta og efa- semdum og þeir séu uppbyggðir í trú og heilagleika til frels- unar. Þannig játum vér hinn Heilaga Anda sem Drottin og gjafara lífsins, og að fyrir hann starfi skapandi og endur- Jeysandi elska Guðs stöðuglega meðal mannanna. Auðvitað kunni ég bezt við mig og var alltaf ljóst, að ég átti heima í lútersku kirkjunni, enda prestarnir íslenzku mér sannir leiðsögumenn og hjálparhellur og framúrskarandi menn hver um sig í sínum verkahring. En ég vil gera þá greinargerð trúarinnar, sem ég hef nú farið með, að minni eigin, því að hún er fullkomlega evangelisk. 31. janúar flutti ég eins konar kveðjuræðu í íslenzku kirkj- Unni í Vancouver. Rétt fyrir upphaf guðsþjónustunnar var ég enn ósjálfrátt að semja ræðuna, sem ég ætlaði að flytja, og e§ hugsaði um þessa spurningu: Hvað er það stærsta, sem þú hefur hér lært, eða hver er sá lærdómur, sem mun verða þér niarkvissast í minni sökum dvalar þinnar hér. Svarið kom frá Sengflokknum, sem gekk í upphafi guðsþjónustunnar að kanad- hkum sið til sætis í kirkjukórnum syngjandi: Holy, holy, holy • • • Heilagur, heilagur, heilagur. Ég hafði komið frá Vestmannaeyjum á íslandi til þessa framanda lands frá vígsluhátíðinni hér í kirkjunni og hugurinn endurómaði af lofsöngnum: Heilagur, heilagur, heilagur ert þú Örottinn Guð allsherjar. Himnarnir og heimarnir eru fullir af Þinni dýrð. Ég kem heim aftur sama sinnis. Blessi Guð Vest- mannaeyjar og geri alltaf að unaðslegri og uppbyggilegri lof- Seng í hjörtum vorum lofsönginn: Heilagur, heilagur, heilagur ert Þú, Drottinn Guð. Amen. Halldór Kolbeins.

x

Kirkjuritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.