Kirkjuritið


Kirkjuritið - 01.05.1960, Blaðsíða 35

Kirkjuritið - 01.05.1960, Blaðsíða 35
Vonir mínar og ótti varðandi nœstu tuttugu árin. Eftir W. R. Matthew, dómprófast við St. Pálskirkjunu í Lundúnum. Boðið um, að ég lýsi vonum mín- um og ótta varðandi næstu tuttugu árin, vekur svo margvíslegar hugs- anir, að ég veit ekki, hvar ég á að grípa niður né hvernig ég á að lýsa þeim í æskilegu samhengi. Flestar þeirra get ég samt falið í einni setningu: Ég vona, að kirkj- unni takist að líta skynsamlega á aðstöðu sína og hafi opin augu fyr- ir gangi heimsmálanna. Og að þeg- ar hún hefur metið vandamálin réttilega, taki hún djarflega á þeim og geri einhuga tilraun til að ráða fram úr þeim. En ég óttast, að þetta verði einmitt það, sem hún gerir ekki. Mér virðist liggja í augum uppi, að mjög getur borið til eSgja vona um, hvað næstu tuttugu ár bera í skauti sínu, og mu«i þjóð vor annað hvort verða miklu kristnari við lok þeirra, eða miklu vankristnari. Og mannlega talað muni það mestu skipta í þessu máli, hvort vér neytum þess færis, sem oss gefst th að koma málinu í gott horf eða ekki. Nýtt raunsæi. Éitt tíðartákn gefur vissulega góðar vonir. Hlutlausir áhorf- e«dur hafa gefið því gætur, að bólað hefur á nýju raunsæi og rafti hjá ensku kirkjunni eftir síðustu styrjöld, og að því fer Jarri, að hún sé fallin í nokkurn værðarsvefn. Sést þetta ljóst . endurbyggingunni, en einnig víðar. Yfirleitt er líf og grózka s°fnuðunum og undantekning, ef prestarnir leita og njóta ekki Samstarfs áhugasamra leikmanna. Það er einmitt sennilega einhver mesta framförin, hve leikmannastarfið hefur færzt í ana, og verður sá gróði, sem vér höfum haft af starfi at- 15

x

Kirkjuritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.