Kirkjuritið


Kirkjuritið - 01.05.1960, Blaðsíða 37

Kirkjuritið - 01.05.1960, Blaðsíða 37
KIRKJURITIÐ 227 skynsamir menn, enda margt réttilega athugað í síðustu skýrslu Lambethþingsins. Ef til vill er meining mín sú, að sumir bisk- upanna virðast ekki vera nægilega kunnugir, hve margir góð- viljaðir menn brjóta nú heilann um sumar grundvallarkenn- iugar kristindómsins. Almenningsálitið. Vér höfum heyrt mikið talað um „almenningsálitið á Verka- uiannaflokknum' ‘ upp á síðkastið. Það er ekki nema gott um Það að segja, og má eins vel spyrja slíks um kirkjuna. Ef vér berum hag kirkjunnar í þessu landi í framtíðinni fyrir brjósti, ættum vér að spyrja sjálfa oss: Hvert er almenningsálitið á henni? Ég veit það náttúrlega ekki, en mig grunar, að það sé ®rið rnargs konar og ruglingslegt, og að betri fræðsla þyrfti aö koma til sögunnar, því til leiðréttingar. En þar eru líka vissir drættir, sem sú fræðsla dugir ekki til að breyta og ég tel að krefjist bráðrar gaumgæfni. Höfum vér ekki heyrt fólk halda því fram, að enginn lifandi maður viti, hvað kirkjan henni og að kenningarnar og helgisiðirnir séu allt öðru vísi 5 þessu prestakallinu heldur en því næsta? Og er það ekki rétt ? Þetta er ein ástæða þess, að ég tel, að næsta verkefni hirkjunnar ætti að vera að endurskoða 39 trúargreinarnar. Séum vér spurðir um, hvað liggi til grundvallar kirkjukenn- iftgunni, getum vér nú ekki annað gert en vísa til þessara trú- argreina. Hér er hvorki staður né stund til að rökræða þessar Sreinar almennt, enda gerist þess ekki þörf. Mér nægir að stað- þ®fa það, sem ég tel að menn munu vera almennt sammála um, að þær segi ekki hug kirkjunnar nú á tímum. Enginn mundi sennilega láta sér nægja að svara einhverjum spyrjanda með Því einu að vísa til þeirra án nokkurra frekari skýringa eða fyrirvara. Og þótt það kæmi til, mundu þær tæpast veita fyrir- spyrjandanum svör við þeim spurningum, sem honum lægju þyngst á hjarta. Guðfræði þessara greina er kalvínistisk í strangasta skilningi. Hún er „supralapsarian“, þ. e. a. s. telur, að aðeins örlítið brot af mannkyninu sé fyrirhugað til sálu- þJálpar samkvæmt eilífri ráðsályktun Guðs fyrir fall Adams. ^ér er óþarfi að fjölyrða um það, í hvaða ógöngur slík guð- fraeði leiðir oss og hvernig afstaða hennar er til fagnaðarboð- skaparins um kærleika Guðs. Það nægir að geta þess, að sára-

x

Kirkjuritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.