Kirkjuritið


Kirkjuritið - 01.05.1960, Blaðsíða 39

Kirkjuritið - 01.05.1960, Blaðsíða 39
N. F. S. GRUNDTVIG: Hið dásamasta í heimi hér. (Lauslega þýtt). Hið dásamasta’ í heimi hér er Herrans náðarríki, í yndi það af öllu ber, svo eigi finnst þess líki. Þótt sjón vor ekki eygi það, sér andinn það og skoðar og greinir höll á háum stað, er himinljóminn roðar. En gáta er þess guðdómsorð, sá geisiþungi kraftur, sem fellir hæstu hnjúka’ á storð, en hækkar dali aftur. Það skín sem glóbjart skímarorð, er skírnarbamið hjalar. Það blessar heilagt Herrans borð, er hjörtum þyrstum svalar. Það heitir börnum hetjulund, er heljarmögnin græta; þeim bregður ei á banastund, en brosljúf dauða mætir.

x

Kirkjuritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.