Kirkjuritið


Kirkjuritið - 01.05.1960, Blaðsíða 43

Kirkjuritið - 01.05.1960, Blaðsíða 43
KIRKJURITIÐ 233 sinna“, hinir voru nefndir Filippingar, sem hölluðust að kenn- ingum Melanchtons. Urðu þeir síðar undir í viðskiptunum. En samt mun mála sannast, að vér eigum því mikið að þakka, að hinn mildi og víðskyggni andi Melanchtons sveif yfir vötnun- um, þegar siðbótin var í bernsku. Lúter játaði sjálfur að: „mitt ei' að vinna erfiðisverkin, höggva stórviðina og ryðja björgum úr braut. Filippus meistari fer hins vegar fram með hægð og gætni. Hann sáir og vökvar með gleði, eisn og Guð hefur gefið honum svo góðar gáfur til.“ Undir æivlokin fór Melanchton líkt og Páli postula, að hann fcráði að losna úr fjötrum holdsins til að vera með Kristi. Hann skrifaði þá vini sínum: „Hugur minn hvarflar daglega til hinztu ferðarinnar. Ég þrái heitt og innilega Ijósið, þar sem Guð er allt í öllu, en allar hártoganir, rógur og tortryggni er iangt að baki. Og í hinu himneska samfélagi mun ég faðma þig aÖ mér og við tölumst glaðir við um uppsprettur himneskrar speki.“ Og á skrifborði hans fundust þessi ummæli, þegar hann var allur: „Þú kemur til ljóssins. Þú fær að sjá Guð og Son hans. hú öðlast ráðningu dýrlegra leyndardóma, sem þér voru óskilj- anlegir í þessu lífi: hvers vegna vér erum skapaðir með þess- Urn hætti, en ekki öðrum, og hvernig varið er sambandi hins 'nannlega og himneska eðlis Krists.“ Melanchton andaðist 15. apríl 1560. Það er enn bjart um hann 1 augum þeirra, sem kynna sér sögu hans og rit. Hann var sPakur maður, göfugur og mildur. G. Á. Bœkur. Skiptar skoðanir. — Bókaútgáfa Menningarsjóðs 1960. Samdrykkjan. — Bókaútgáfa Menningarsjóðs 1960. hetta er fyrsta og þriðja bókin í nýjum bókaflokki Menn- ln8arsjóðs, sem kallast: Smábækur Menningarsjóðs. Ætlunin er gefa út nokkrar slíkar bækur á ári — stutt úrvalsrit, frum-

x

Kirkjuritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.