Kirkjuritið


Kirkjuritið - 01.05.1960, Blaðsíða 48

Kirkjuritið - 01.05.1960, Blaðsíða 48
238 KIRKJURITIÐ Starf Gideonsfélagsins í Finnlandi. Gídeonsfélagið í Finnlandi hef- ur gefið gistihúsum, elliheimilum, sjúkrahúsum og fangelsum 21000 eintök af Biblíunni. Raimondo Manzini hefur verið skipaður ritstjóri L’Osservatore Romano, málgagns páfastólsins. Hann var áður ritstjóri L’Avennire d’Italia í Bologna. Giuseppe della Torre di Sanguinette, sem er orð- inn 75 ára, lætur af aðalritstjórninni. Mælt er, að Jóhannes XXIII- vilji láta breyta blaðinu meira í nútíðarform. Það er oft nefnt „rödd páfans" og' hefur raunar jafnan haft alþjóðleg áhrif, síðan það byrj- aði að koma út árið 1861. Frá Noregi. 1 Noregi gætir nú allmikillar óánægju ýmissa kirkj- unnar manna gagnvart Alkirkjuráðinu. Þykir þeim ráðið hafa verið helzt til vinsamlegt frjálslyndri guðfræðistefnu. Ritningargreinar og önnur spakmœli í almenningsvögnum. 1 Her- lev í grennd við Kaupmannahöfn er sú nýbreytni hafin, að þar eru festar upp myndir af kirkju bæjarins og spakmæli sem þessi: Leitið fyrst ríkis Guðs og réttlætis. Hvað stoðar það manninn að eignast allan heiminn og fyrirgjöra sálu sinni? Minnist þess, að lífið er stutt, dauðinn viss, eilífðin löng. Mótmælendur á Spáni sæta afarkostum af hálfu kaþólskra og Francostjórninni, að því er ensk blöð herma. Minna sumar aðfarir gegn þeim á tíma rannsóknarréttarins. Hvenær renna þeir tímar, að „kristnir" menn ófrægja ekki nafn meistara síns með innbyrðis hatri ? ViÖ biskupskjör í Lundi fékk David Lindquist dómprófastur 1 Ilárnösand flest atkvæði (259), þar næst Martin Lindström rektor (207) og sá þriðji varð Olle Herrlin dómprófastur í Uppsölum (175)- Um síðustu áramót var skipaður sérstakur iönprestur í Helsing- fors. Hefur hann starfað meðal verksmiðjufólks síðast liðin fimm ar, en aðeins í ákveðnum söfnuði. Nú á hann að starfa að þessum mái- um i allri borginni. Hinar „flokklegu hátíöirsem ætlað er að leysa hina kirkjulegu siði af hóimi í A.-Þýzkalandi, svo sem skírn, fermingar, giftingar og greftranir, eru ekki „hlutlausar þjóðfélagsathafnir", heldur bundn- ar afneitun á kristinni trú og yfirlýsingu um guðleysi, segja mo mælendabiskuparnir í A.-Þýzkalandi í hirðisbréfi, sem þeir hafa ný lega gefið út. Eru þeir mjög andvígir þessum athöfnum, sem Þel1 telja, að stjórnarvöldin knýi almenning til, mjög gagnstætt vilja hans- Virðast átök ríki og kirkju fara fremur harðnandi þar eystra. Mikill Biblíuskortur ríkir í Júgóslavíu af þeim sökum, að ý^11^ völdin banna prentun Biblíunnar og leyfa engum aðilum öðrum e

x

Kirkjuritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.