Kirkjuritið - 01.06.1960, Qupperneq 6
244
KIRKJURITIÐ
núverandi forseti, sr. Eric Sigmar, hefur dvalizt við Háskóla
Islands og orðið hvers manns hugljúfi, og bróðir hans, sr. Har-
ald, starfaði tvö ár sem kennari við Guðfræðideild Háskólans
og samstarfið með honum þar er meðal minna beztu og hug-
ljúfustu minninga, og hans sakna allir, nemendur og samkenn-
arar. Mér er það einlægt áhugamál, að sambandið milli kirkn-
anna megi enn eflast á raunhæfan hátt. Og sú afmælisgjöf,
sem ég hef þá ánægju að færa yður frá þjóðkirkju Islands á
þessari hátíð, á að vera áþreifanlegur vottur um vilja vorn til
þess að styrkja tengslin vor í milli. íslenzka kirkjan hefur í
tilefni þessa afmælis lagt fram nokkra fjárupphæð til þess að
stofna sjóð, er verja skal til þess að stuðla að gagnkvæmum
heimsóknum og kynnum. Sjóðurinn verður í vörzlu biskups
íslands. Ég vona, að hann eigi eftir að koma að notum og leiða
til þess, að hinn blessaði arfur ávaxtist betur með oss beggja
vegna, sakir gagnkvæmrar örfunar og uppbyggingar.
En sjálfur Drottinn vor Jesús Kristur og Guð, faðir vor,
sem elskaði oss og gaf oss í náð eilífa huggun og góða von,
huggi hjörtu yðar og styrki í sérhverju góðu verki og orði.
(2. Þess. 2, 7).
Sigurbjörn Einarsson.
Biblían er spegill, sem lítilsvert er að virða fyrir sér, heldur á
maður að sjá sig sjáifan í honum. — Seren Kierkegaard.
Margir hafa þungar áhyggjur af þeim ritningarstöðum, sem þeir
skilja ekki. Hvað mér viðvikur eru það þeir ritningarstaðir, sem ég
skil, sem valda mér þyngstu áhyggjunum. — Mark Twain.
Guð sýnir oss pílagrímunum ekki allt, heldur aðeins það, sem oss
er þarflegt á leiðinni. Annað kemur oss ekki enn að haldi. Það er
geymt, unz heim kemur. — J. A. Bengel.
Biblían opnast þeim einum, sem opna hana oft. — Erling Ruud.
Ég viðurkenni ekki neinar játningar sem þungamiðju kristin-
dómsins. Það er Kristur sjálfur, sem er þungamiðja kristninnar. —'
Harald Hjarne.