Kirkjuritið - 01.06.1960, Blaðsíða 11
KIRKJURITIÐ
249
-— lifði minning og dýrkun hins eina Guðs ísraels. Þessir at-
burðir varða oss því miklu í dag. Jafnvel þegar vor heims-
menning er liðin undir lok, þegar stórveldi þau eru hjá liðin
eins og skugginn á sólúrinu, sem hreyfist svo hægt, að menn
veita því ekki athygli, að hann muni nokkurn tíma færast úr
stað, en heldur þó sinn gang með fullu öryggi, þegar þau eru
þannig hjá liðin, þá mun lifa minning hins eina Guðs. Og ekki
minning hans ein, heldur dýrkun hans, Guð sem veruleiki mitt
á meðal manna, í mannlegri sögu; og lifa mun innsæi þeirra
manna, er Guð blés lífsanda sínum, um tilgang lífsins, hvað
það er í raun og veru, sem máli skiptir, þegar heimsríkin
hrynja, og þegar hrörnar líka líkami vor, — innsæi þeirra
um gildi siðgæðisins, um þann þátt tilverunnar og lífs mann-
anna, sem blífur, þótt öllu öðru sé af svipt eins og sáldum,
sem vindurinn feykii'.
*
Helgisiðir sáttmálahátíðarinnar við Sínaí, sem texti vor er
tekinn úr, voru margbrotnir. Þar var sungin hin fegursta messa.
Höfuðþættir hennar voru kunngjörning náðar Guðs (fyrir-
heiti), boðun vilja Guðs (lögmál) og hin helga máltíð (sakra-
mentismáltíðin). Það má hverjum ljóst vera, að hér erum vér
staddir við uppsprettulindir hinnar kristnu guðsþjónustu. Text-
lr>n, sem ég las áðan, á heima í upphafi guðsþjónustunnar. Þar
er boðað hjálpræðisverk Drottins, er hann leysti lýð sinn úr
enauð í Egyptalandi. Þeir atburðir voru nýliðnir við Sínaí, en
þeirra var síðar minnzt á ári hverju í sáttmálahátíðinni. Sá
Israel, sem frelsaður var úr ánauð í Egyptalandi og gekk á
hönd þeim Guði, er frelsaði lýð sinn, er ísrael allra tíma; hann
er kirkja Guðs á öllum öldum. Vér erurn þessi ísrael. Það er-
um vér, sem nú lifum, er stöndum við rætur Sínaí vorra tíma,
Þeðan sem lausnarorð Gusð berst oss. Hvert altari kristinnar
hirkju er það Sínaí, sem um leika leiftur heilagleikans, eins og
forðum daga. Þaðan hljómar orðið, þar er neytt hins helga
altarissakramentis, þar eru menn áminntir um veg þann, er
þeir eiga að ganga. Prédikunarstóllinn er sömuleiðis einn tind-
brinn á því helga fjalli Guðs. Þaðan talar þjónninn, sá þjónn
orðsins, sem gengizt hefur undir ok Krists að flytja Guðs
henningu, eins og Móse forðum flutti lýðnum boðskap Guðs.
Efubætti Móse hélzt, þótt hann sjálfur væri genginn. í fótspor