Kirkjuritið - 01.06.1960, Side 13
KIRKJURITIÐ
251
sagði Pétur síðar, „en það, sem ég hef, það gef ég þér.“ Jesús
boðaði lýðnum lausn, hann gerði hinn undirokaða „lýð lands-
ins“, eins og fólk þetta var nefnt, að dýrmætum einstaklingum
í augum Guðs. Þeirra var himnaríki, sagði hann, — en himna-
ríki var mitt á meðal þeirra, — ekki aðeins fjarlæg drauma-
veröld. Á sama veg dró hinn frumkristni söfnuður að sér þá,
sem bjuggu við ofríki ríkisvalds og embættisvalds, eins og
segulstál málminn. Hvers vegna var það? Það var ekki vegna
þess, að menn létu sér nægja fjarlæga von um umbun annars
heims fyrir örbirgð þessarar veraldar. Nei, í hinum kristna
söfnuði fundu menn frelsið. Þeir voru konungsríki presta, heil-
agur lýður. Þeir áttu allir setu að borði samfélagsins. Þeir voru
allir prestar. Þeir voru leystir úr ánauð drottnunar rómverska
ríkisins, sem dýrkað var sem guð væri (jafnvel enn meir en
ríkið hjá oss nú), og fengu útrás fyrir þá krafta einstaklings-
hfsins, sem Guð vekur með þeim, er á hann trúa og láta laug-
ast við vermandi og læknandi sólaryl hans orðs. Þeir urðu
menn á nýjan leik. Það var til þeirra höfðað sem einstaklinga.
Þeir höfðu valið Krist, tekið skírn. Þeir voru ábyrgir einstakl-
ingar. Þeim var boðaður vilji Krists, þeir urðu að hlýta vilja
hans og ástunda ávöxtu trúarinnar, góðu verkin, verk kærleik-
ans. — Það var þetta, sem Lúther vildi endurvekja með kenn-
ingu sinni um hið almenna prestadœmi. Prestar, vígðir menn,
eru ekki kirkjan; allir eru prestar; en til þess að halda uppi
reglu í söfnuðinum, eru einstakir menn „frá teknir“, helgaðir,
rígðir, til þess að gegna þjónustu orðsins .Það var þessi þátt-
taka einstaklings, þessi aðild einstaklingsins, þessi ábyrgð ein-
staklingsins sem samstarfsmanns Guðs, sem býr innst inni í
frjókjarna hins forna Sínaí-sáttmála, en var fullnuð og sprakk
út til fullrar blómgunar í söfnuði Nýja testamentisins. Það var
þessi áherzla á aðild leikmannsins að málefnum kirkjunnar,
safnaðarins, sem Lúther endurvakti eftir langan þyrnirósar-
svefn kirkjunnar i þessu efni, en málið hefur nú aftur sofnað
værum blundi, svæft af ríkiskirkjunni, ég segi ekki þjóðkirkj-
unni, heldur ríkiskirkjunni. Þ. e. þeirri kirkju, sem ekki er
lengur fyrst og fremst söfnuður Krists, eins og kirkjan var í
uPphafi og var á þeim tímum, er líf hennar stóð með blóma
°g á að vera, heldur er orðinn einn liður í lúnu ojnnbera ríkis-