Kirkjuritið - 01.06.1960, Síða 15
KIRKJURITIÐ 253
lýstu í bann, þær athafnir, sem ekki fengu samrýmzt eðli sam-
félagsins, safnaðarins, hinnar fornu kirkju ísraels.
Þessi söfnuður hafði lög. Það skulum vér athuga vel. Það
mátti ekki út af þeim bregða. Án þeirra var lífi safnaðarins í
voða stefnt. Allur kjarni þessara laga snerist um þetta tvennt:
Þú skalt ekki aðra guði hafa og elska skaltu náungann eins og
sjálfan þig. Þetta tvennt var undirstaðan. Á þessu byggðist öll
sú mikla bygging, sem lögmálið síðar varð. Lögmálsþrælkun-
inni var andmælt af Páli postula. Kristur svipti burt lögmál-
inu sem hjálpræðisvegi. En hann kippti ekki grundvellinum
undan söfnuöinum, kirkjunni, sem er lögmál, hiö nýja lögmál
Krists. Og jafnvel Páll talar máli lögmálsins almennt. Vissar
athafnir voru bannaðar með öllu í frumkirkjunni. Hvergi í
Nýja testamentinu finnum vér jafneinarða áherzlu á ávöxtu
ti'úarinnar í heilbrigðu mannlífi, sönnum góðverkum og lög-
hlýðni og einmitt hjá Páli.
Þegar vér skoðum hið forna lögmál Hebreanna, lögmál sátt-
málans af þessum sjónarhól, var það einhver hin merkasta
hugarsýn, sem um getur. Það var hugarsýnin um hið heil-
brigða, glaða og trúfasta samlíf mannanna fyrir augliti Guðs
sjálfs. í því lífi skyldi frelsið ríkja, frelsi þeirra manna, sem
hfa samkvæmt því eðli sínu, sem Guð hefur þeim sett í sköp-
un sinni og í hinni nýju sköpun, endurlausninni. Ríkja skyldi
frelsi hinna endurleystu, — enda þótt hugsun endurlausnar-
innar brjótist ekki fram til fulls fyrr en í Nýja testamentinu
Þessi hugarsýn lögmáls sáttmálans er tvíþætt: annars vegar
er um þá staðreynd að ræða, að vér erum Guöi skuldbundnir,
að vér erum skuldugir Guði fyrir endurlausnarverk hans, —
eins og textinn segir: ,,Þér hafið séð, hversu ég hefi borið yður
é arnarvængjum og flutt yður til mín.“ Vegna þess, að Guð
hefur kallað oss og endurleyst oss, erum vér honum skuld-
bundnir um allt. Allt, sem vér erum, gjörum og öflum, er hans.
Oss ber því að lifa honum, lifa að vilja hans, lifa heilögum
boðum vilja hans. Og lög hans eru lögmál Krists, lög kirkju
hans í Nýja testamentinu. Þau eru hugarsýnin um kirkjuna
Seni samfélag að vilja Guðs. — Hinn þátturinn er nátengdur
hinum fyrri: sáttmálinn er sú taug, sem tengir menn saman,