Kirkjuritið - 01.06.1960, Blaðsíða 20
258
KIRKJURITIÐ
var stofnaður í upphafi. En þá þegar var sýnilegt, að kröf-
urnar, sem gerðar yrðu til hans, mundu fara langt fram úr
því, sem honum væri unnt að uppfylla. Ekki skal því þó gleymt,
að hann er samt mjög þakkarverður og hefur þegar komið að
miklum notum.
Viöhorf álmennings til kirkjunnar.
Ástandið í kirkjumálunum virðist að vonum næsta líkt víð-
ast hvar í Norðurálfunni nú á dögum. Þjóðirnar lifa allar orð-
ið í sama andrúmsloftinu. Því er ekki ófróðlegt fyrir oss að
fylgjast með umræðum manna erlendis um kirkju og kristin-
dóm. Mér finnst sem stendur einna eftirtektarverðast, hve
höfuðmálgagn ensku biskupakirkjunnar gengur rösklega að því
síðustu mánuðina að gera mönnum ljóst, hvar kirkjan stend-
ur, og leita nýrra úrræða í vandanum. Svo að mönnum gefist
örlítill kostur á að kynnast, hvað þar er á ferðinni, fer hér á
eftir lausleg þýðing á meginefni einnar greinar eftir Gordon
W. Ireson:
,,... Það er blákaldur sannleikur, að meiri hluti fólksins í
þessu landi lifir nú án þess að taka nokkurt tillit til Guðs.
Allar tilbendingar um, að einstaklingar og þjóðir verði á sín-
um tíma að standa Guði reikningsskap gjörða sinna, eru hætt-
ar að hafa nokkur áhrif, hvort heldur er á þjóðmálin eða hegð-
un einstaklinganna. Með þessu er ekki sagt, að þjóðin hafi af
ráðnum huga hafnað kristindóminum. Þeir menn eru að vísu
til, sem það hafa gert og reyna vitandi vits að leggja allt í
rúst, sem kirkjunni heyrir til. En svo er ekki um allan almenn-
ing. Það, sem hann hefur hent, er það, að hann hefur smám
saman og óafvitandi bundið hugann við lífsgildi og lífstilgang,
sem eru ókristileg í grundvallaratriðum. Það færist t. d. stöð-
ugt í vöxt að telja sjálfgefið, að fólk hegði sér ekki fyrst og
fremst eftir því, sem sé rétt og skylt, heldur aðeins með það
fyrir augum, hvað því kemur bezt. Það er álitið sjálfsagt, að
,,kjarastigið“ sé einvörðungu háð efnahagnum. Siðferðisstigið
einkum varðandi hjónabandið og kynlífið er eingöngu talið háð
því, hvernig á það sé litið.
Þegar svo er komið, skiptir ekki máli, hversu blátt áfram
eða snjallt fagnaðarerindið er boðað. Það „heyrist" alls ekki-
Það er ekki vegna þess, að kirkjan sé ekki á réttri bylgjulengd-