Kirkjuritið - 01.06.1960, Síða 26

Kirkjuritið - 01.06.1960, Síða 26
264 KIRK JURITIÐ hálfkirkjum í nágrenni Gaulverjabæjar. Um það segir þó aðal- lega í jarðabók Árna Magnússonar: Fljótshólar, þar mun hafa verið bænhús. Loftsstaðir. Kirkju segja menn hér hafa áður verið á Fornu-Loftsstöðum fyrir allra minni. Ragnheiðarstaðir. í máldaga Ragnheiðarstaða- kirkju frá 1220 stendur, að þar sé Maríukirkja og skal þang- að syngja annan hvern helgan dag frá Gaulverjabæ. Gegnis- hólar efri. Þar var Maríukirkja. Var þangað sungið annan hvern helgan dag frá Gaulverjabæ. Kirkju að Gegnishólum er fyrst getið í kirknaskrá Páls biskups Jónssonar frá því um 1200. í máladaga Marteins biskups er tekið fram, að kirkjan sé á Efri-Gegnishólum. Neðri-Gegnishólar. Stefán biskup Jónsson í Skálholti setur bænhúsi þar máldaga nálægt 1500. Ekki er vitað, hve lengi bænhús þetta hefur staðið. Vorsabær. Árni Magnússon talar um það i jarðabók sinni, að munnmæli séu fyrir því, að þar hafi kirkja verið til forna, en þá er jarða- bókin er gjörð, sjást þess engin merki, aðeins geymist örnefni eitt í túninu þar, Kirkjuhóll. Hæringsstaðir. Samkvæmt Wilch- insmáldaga var þar Þorlákskirkja, en hún hefur eflaust ekki staðið lengi. Ég minnist á þetta hér vegna þess, að Gaulverjabæjarkirkja var höfuðkirkjan á þessum slóðum, og þessum ofangreindu stöðum var öllum þjónað af prestum, sem setið hafa í Gaul- verjabæ. Samkvæmt sáttargerð, sem gjörð var 1297, skyldu bændur hafa forræði kirkjustaða, þar sem þeir ættu helming heimalands eða meira, og hefði Gaulverjabær samkvæmt mál- daga kirkjustaðarins átt að vera í umsjá bónda. En hvernig sem á því hefur staðið, er ekki annað sjáanlegt en Gaulverja- bær hafi snemma komizt undir stjórn kirkjuvaldsins, því að í svokölluðum Konungsannál, sem þekktur er meðal fræðimanna fyrir áreiðanleik, já og í fleiri annálum segir, að þeir Árni biskup Helgason og Haukur lögmaður Erlendsson hafi árið 1308 „sett lærðra manna spítal“ í Gaulverjabæ. Um spítala þennan, sem virðist hafa átt að verða nokkurs konar elliheim- ili presta, er annars ekkert kunnugt. En vitað er, að Gulverja- bær hefur jafnan verið beneficium. Sum betri prestssetrin voru þannig, að uppgjafaprestar fengu lífeyri af tekjum þeirra og voru þá oftast nær sjálfir á staðnum. Gaulverjabær var ávallt prestssetur þar til það var lagt nið-

x

Kirkjuritið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.