Kirkjuritið - 01.06.1960, Qupperneq 29
KIRKJURITIÐ
267
sóknir. Hefur það haldizt svo fram til 1. maí 1856, er sú breyt-
ing var á gerð, að Stokkseyrar- og Eyrarbakkasóknir urðu
sérstakt prestakall, Stokkseyrarprestakall.
Vegna gæða prestakallsins kom það nokkuð oft fyrir, að gef-
in voru út svokölluð vonarbréf, þ. e. prestur fékk loforð fyrir
prestakallinu, þegar það losnaði næst. Þannig er t. d. sagt frá
einum presti, séra Þorkeli Oddssyni, að hann fékk vonarbréf
fyrir Gaulverjabæ 1702 og hlaut prestakallið 1706. Þá er stund-
um getið um, að sonur hafi tekið við af föður. Seint á 15. og
snemma á 16. öld er sagt frá föður og tveimur sonum, sem
verða prestar í Gaulverjabæ. Þetta eru feðgarnir Gísli Arn-
bjarnarson og synir hans, séra Jón og séra Stefán.
Sýnir þetta og margt annað, hversu kallið var ætíð eftirsótt.
Þannig völdust að Gaulverjabæ ýmsir merkir prestar, sem
hófu staðinn upp til mikillar vegsemdar, svo að ljóma stafaði af.
Þá sést af ýmsum heimildum, að Gaulverjabæjarprestar
hafa oft verið kallaðir til aðstoðar biskupum, bæði í dómum
og öðrum merkilegum málum.
Einn af prestum Gaulverjabæjar varð biskup; er það herra
Jón biskup Teitsson. Hann fékk Gaulverjabæ árið 1755, en varð
biskup árið 1780. Um séra Jón er sagt, meðan hann var í Gaul-
verjabæ, að hann hafi verið ákaflega áhugasamur og strang-
ur gagnvart fræðslu barna. Kærði hann tafarlaust þá bændur
í sóknum sínum, sem honum þótti vanrækja kennslu börnum
sínum til handa í lestri. Séra Jón var vígður í Kaupmanna-
höfn af Luðvig Harboe Sjálandsbiskupi til biskupsdóms að
Hólum. Hans naut ekki lengi við, hann andaðist 16. nóv. 1781,
65 ára gamall. Þá er getið um, að séra Oddur Stefánsson pró-
fastur, er var prestur í Gaulverjabæ í byrjun 17. aldar, hafi
homið mjög til greina sem biskupsefni, en var þá aðeins orð-
inn of gamall. Hann var latínulærður mjög vel, skáld á þá
tungu. Eftir hann var sungið á latínu við útför Brynjólfs bisk-
ups. Þá er sagt, að hann hafi samið á latínu kosningarbréf eins
biskupsins til konungs.
En sá prestur, sem gnæfir hæst í sögu fyrri Gaulverjabæjar-
Presta, er án efa séra Torfi Jónsson.
Séra Torfi fæddist að Núpi í Dýrafirði 9. okt. 1617 og and-
aðist 20. júlí 1689. Er ætt hans öll af Vestf jörðum. Hann er
náskyldur Brynjólfi biskupi Sveinssyni. Faðir Torfa var hálf-