Kirkjuritið - 01.06.1960, Qupperneq 43

Kirkjuritið - 01.06.1960, Qupperneq 43
KIRKJURITIÐ 281 ins, og öðrum þeim félögum, sem ungt fólk kann að stofna með sér. Presturinn þarf að sækja fundi þessara félaga og vera leiðandi á þeim. Hjálpa unga fólkinu að velja sér viðfangsefni °g kenna því að skemmta sér. Presturinn þarf að vera leiðtogi þess, vinur og félagi, taka þátt í áhugamálum þess, leikum og ferðalögum, þegar farnar eru hópferðir, eins og nú eru oft farnar. Nái presturinn því, að unga fólkið viðurkenni hann sem vin sinn félaga, er hann um leið orðinn leiðtogi þess, og það bæði í kirkju og utan. Síðar, þegar þetta unga fólk stofnaði sitt eigið heimili, mundi sá þroski, sem það hefur náð fyrir samvistir við prest- inn sinn, koma í ljós í bættum háttum og þannig erfast frá ^yni til kyns, og stuðla beint og óbeint að aukinni þjóðfélags- hamingju. Ungu fólki er nauðsyn að skemmta sér, en reynsl- an sýnir, að ef það á að vera einrátt, fara skemmtanir þess nt í öfgar, bæði hvað fjárbruðl og skemmtiatriði snertir. Það er því brýn þörf, að á þessu verði breyting. Sé ég ekki aðra ieið líklegri til árangurs en að kirkjan og þjónar hennar taki hér í taumana, enda skylt, ef hún vill rækja hlutverk sitt. Nú er ekki að búast við, að presturinn geti mætt á hverj- um fundi eða farið í hverja skemmtiferð unga fólksins. Hann þarf því að hafa sér aðstoðarmann, sem hann veldi annað hvort úr hópi unga fólksins eða einhvern góðan mann innan sveitarfélagsins, en sjálfsagt þó, að hann mætti sjálfur svo oft Sem tök væru á. Ekki er heldur að búast við, að aldraðir prest- ar gætu tekið þennan starfa að sér, nema þeir hafi því meiri hneigð í sér til að vera með ungu fólki. En strax og þeir hættu P^estsskap oð ungum manni væri veitt prestakallið, ætti það að vera eitt af skyldustörfum hans, og það starfið, sem sízt ^ öllu mætti vanrækja. Ég trúi ekki öðru en að ungir menn, Sem eru að leggja út í prestsstarfið, séu svo áhugasamir, að þeir teldu það ekki á sig að sinna þessu starfi, sem segja má að sé undirstaða kristilegs siðgæðis í landinu og heill og ham- ingju þjóðarinnar. Það er sannfæring mín, að hjá presti, sem rsekti þetta starf vel og næði trausti og vináttu unga fólksins, yrði kirkjan vel sótt og þátttakan í messugjörðinni meiri en nú. er. Um það, sem hér hefur verið sagt, tel ég mig hafa nokkra reynslu. Fyrir nokkrum árum var ég á allfjölmennri skemmti-

x

Kirkjuritið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.