Kirkjuritið - 01.06.1960, Page 50

Kirkjuritið - 01.06.1960, Page 50
288 KIRKJURITIÐ „Auðvitað," sagði frú Tamara, „þér eruð alltaf svo elskuleg, Marta mín.“ „Og ég læt það vera,“ skaut Marta inn í. „Þetta er í fyrsta skipti, sem fuglar hafa misheppnazt hjá mér — þeir voru hálf- hráir; getið þér ímyndað yður. Það var eins og allt gengi á afturfótunum fyrir mér. En ég trúi á hann, frú Tamara, það geri ég svo sannarlega.“ „Það geri ég líka,“ sagði frú Grúnfeld guðræknislega. „Og hvað sagði hann meira, Marta mín? Hvað sagði hann við Maríu? Hvað var hann að kenna?“ „Ég veit það ekki,“ sagði Marta. „Ég var nú að spyrja Maríu, en þú veizt, hvað hún getur verið eftirtektarlaus. „Ég man það ekki lengur,“ sagði hún, „þó að ég ætti að detta niður dauð, gæti ég ekki haft rétt eftir eitt einasta orð af því, sem hann sagði; en það var dásamlega fallegt, Marta, og ég er svo óumræðilega hamingjusöm---------------“ „Það er þó allt nokkuð,“ sagði frú Tamara. Marta kyngdi grátinum og snýtti sér hressilega: „Viljið þér ekki fá mér barnungann, frú Grunfeld," sagði hún. „Ætli þurfi ekki að skipta á litla skinninu.“ (Kári Valsson þýddi>■ Iiinlonilar íróttir. fíuðfrœöiprófi luku í vor þeir Jón Hnefiil Aðalsteinsson og Þór- arinn Þórarinsson. KristniboÖsvígsla fór fram í Vestmannaeyjum 29. maí s. 1. Séra Sigurjón Árnason vígði þau læknishjónin Áslaugu Johnsen og J°" hannes Ólafsson, sem hyggjast starfa við norsku trúboðsstöðina Gi- dole í Eþíópíu. Og að nokkru við íslenzku stöðina í Konsó. Jóhannes er sonur Ólafs Ólafssonar kristniboða. Hornsteinn Háteigskirkju var iagður 19. júní s. 1. og er kirkjan nú komin undir þak. Við athöfnina fluttu ávörp: Biskup Islands, sóknarpresturinn séra Jón Þorvarðsson, dómprófastur séra Jón Auð- uns, og Auður Auðuns borgarstjóri. Kirkjukórinn söng undir stjórn Gunnars Sigurgeirssonar. Kvenfélag Háteigssóknar hafði kaffive' ingar í sjómannaskólanum. Þótt veður væri slæmt, sóttu margir. Leiörétting. Síðasta orðið á bls. 229 (í siðasta hefti) á að veíR- mæta, ekki mætir.

x

Kirkjuritið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.