Kirkjuritið


Kirkjuritið - 01.11.1960, Blaðsíða 3

Kirkjuritið - 01.11.1960, Blaðsíða 3
Náð mín nœgir þér. (II.Kor. 12.9.). Þó vindar blási veröld í, og vofi yfir rökkurský, þá mundu hann, er byrði ber, sem bróðir þinn á vegi er. Og náð hans nægir þér. Hann gistir heim, í guðdómsmynd, hann grætur yfir þinni synd; þó duni þungan dauðans ver, í dag og gær hann samur er. Og náð hans nægir þér. Hann er það Ijós við öll þín spor, sem eilífð boðar, líf og vor; hann verndar þetta veika ker, sm valt í senn og brothætt er. Og náð hans nægir þér. Og hví skal þá ei hjartans þökk sig hefja yfir skýin dökk? Hann bætir allt, sem brotið er, og blessun veitir þar og hér. Og náð hans nægir þér. Sigurjón Guöjónsson. 25

x

Kirkjuritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.