Kirkjuritið


Kirkjuritið - 01.11.1960, Qupperneq 4

Kirkjuritið - 01.11.1960, Qupperneq 4
Samstarf um œskulýðsmál. (Synoduserindi). Góðir áheyrendur. t gær vígði herra biskupinn tvo guðfræðikandídata prests- vígslu. í dag var hin íslenzka prestastefna sett, og biskup flutti skýrslu sína í áheyrn alþjóðar, þar sem brugðið er upp mynd í orðum og tölum af starfinu í íslenzku kirkjunni, að því leyti sem slíkt er hægt. Flestir prestar landsins hafa komið sér fyrir í höfuðborginni og munu því setja sinn svip á hana, ef hægt er þá að tala um, að 100 manns eða tæplega það setji svip sinn á 70 þús. manna borg. Og í kvöld og annað kvöld eru flutt úr útvarpssal erindi um kristileg málefni, sem talin eru ofarlega á baugi í kirkjunni í dag. Kirkjan og prestar hennar ættu því að vera á dagskrá um þessar mundir og júní þá sannkallaður kirkjumánuður. Mér þótti það því eftirtektar vert, að nú fyrir ekki mjög löngu las ég tvær greinar eða grein í einu dagblaði landsins og skrýslu í allútbreiddu riti, þar sem komið er inn á þessi mál og að kirkjunni vikið. Greinarhöfundur í ágætum pistli, þar sem hann ávarpar unga fólkið í landinu, bendir á veikleika kirkjunnar, sem sé i sláandi ósamræmi við anda og boðskap Krists, og hún því ekki nema að nafninu til geti kallað sig starfstæki hans. Og skýrslusemjandinn tekur enn dýpra í árinni og telur, að öll kristileg starfsemi hafi fjarað út í þjóðfélaginu og kirkjan sé að verða of áhrifalítil. Öll heilbrigð gagnrýni, sem miðar að endurbótum og hefur ákveðið, raunhæft markmið, er holl og góð. Og á aldrei að þagna, en gæta verður þess ætíð að vega ekki að þeim, sem a aðeins að vekja eða ýta við með athugasemdunum. Segjum sem svo, að kirkjan sé áhrifalítil eða áhrifalaus með öllu. Segjum einnig, að allt hennar starf hafi fjarað út, að boð-

x

Kirkjuritið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.