Kirkjuritið


Kirkjuritið - 01.11.1960, Blaðsíða 5

Kirkjuritið - 01.11.1960, Blaðsíða 5
KIRKJURITIÐ 387 skapur hennar sé dauður eða það sem enn verra er, að hann sé ósannur, þá væri þess svo sannarlega þörf að benda á þessa staðreynd og vinna að því, ef það væri þá ekki alveg sjálfgert, að siðustu leifar hennar fengjust jafnaðar við jörðu. En er þessu nú þannig farið? Látum dæmin tala og snúum okkur að því sviði, þar sem kirkj- an er talin standa sig laklega og vinna lítið, æskulýðsmálum. Ég er nýkominn aftur hingað til bæjarins vestan af Snæfellsnesi. Ég er búinn að vera þar í nokkra daga og hefði gjarnan viljað vera þar lengur. Hvað var þar á seiði, sem heillaði? Jú, hin máttlausa kirkja hafði safnað þar saman ungu fólki, bæði héð- an af íslandi og eins utan úr hinum stóra heimi, og það vann þar við það að byggja kirkju í Grafamesi. Kann einhver að segja, að fyrr hafi ungur maður stungið niður skóflu og hafi samt ekki verið hlaupið með það í útvarpið. Og satt er það, en hér er samt um töluvert ólík atriði að ræða. Þetta unga fólk skiptir deginum milli líkamlegrar áreynslu og andlegrar upp- byggingar. Það vinnur — og dregur ekki af sér, í 6 klukkutíma á dag, en ver öðrum eins tíma til andlegrar uppbyggingar. Það les og spjallar, biður og hugleiðir og á allan hátt leitast við að gefa Guði tækifæri til þess að opinbera vilja sinn og reynir að taka á móti boðskap Hans. Það byggir kirkju, en það vill einnig reisa brú fyrir boðskap kirkjunnar til þess sjálfs og til umhverfisins. Það vinnur og erfiðar, og handtökin eru snör og mörg, en þau greiða samt úr eigin vasa nokkra fjárupphæð auk ferðanna, en þiggja engin laun fyrir vinnu sína, jú, laun fá þau, en ekki í veraldlegum verðmætum. Kirkjan talar í gegn- um þetta unga fólk, og boðskapurinn er lifandi og hann er sannur, því hann er að ofan kominn. Skömmu áður var ég í öðrum hópi ungs fólks, í þetta skipti á Norðurlandi, því að Laugum var haldið kristilegt æskulýðs- mót fermingarbama. Þau voru töluvert á 3. hundrað ferm- mgarbörnin, sem mótið sóttu. Og þau voru jafn áhugasöm og jafn virk í þátttöku sinni, hvort heldur þau kepptu sem fulltrúar heimastaðarins í knattspyrnu og handknattleik eða þau fylgd- ust með útskýringum kennara í Biblíulestrinum. Þau hylltu fána síns kæra föðurlands af jafn mikilli einlægni og þau hylltu konunginn Krist, sem þau höfðu valið sér að lífsins leið- toga. Hlátrarnir hljómuðu hvellir og bjartir, og bænastund-

x

Kirkjuritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.