Kirkjuritið


Kirkjuritið - 01.11.1960, Síða 6

Kirkjuritið - 01.11.1960, Síða 6
388 KIRKJURITIÐ irnar, er höfðum var lotið og greipar spenntar, voru hljóðar og fylltar einlægni, sem fáum er meira gefið af en ungu fólki. Og þau héldu hvert til síns heima, burt af mótinu en nær Kristi. Kirkjan hafði kvatt þau á sinn fund, af því að hún hafði boð- skap að flytja þeim. Og víðsvegar um landið á öðrum mótum beið sama reynsla annarra unglinga. Á morgun verða Sumarbúðir Þjóðkirkjunnar settar í kyrrð hinna tignarlegu skagfirzku fjalla. Fyrsti 50 barna hópurinn hefur þar dvöl sína og kynnist vinum Jesú á jarðvistardögum hans. Þau læra fleira, drengilega leiki, gróðursetningu trjáa, fögur kvæði og lærdómsríkar sögur og sagnir. En þýðingar- mest, að þau vita, að einnig þau eru vinir Jesú, sem hann kall- ar til sín. Svo koma hóparnir hver af öðrum og aðrar Sumar- búðir Þjóðkirkjunnar hefja starfsemi sína í Ásgarði í Kjós, af því að börnin eru mörg og kirkjan í anda Konungsins kallar þau til sín. Hún gefur þeim veganesti, af auði sínum. Hún kall- ar til þeirra, af því að boðskapur hennar á við þau erindi. Eftir örfáa daga heldur hópur æskumanna og kvenna af stað á kristilegt æskulýðsmót í erlendu landi. Þau halda þangað sem fulltrúar íslenzkrar kirkjuæsku, og til þess að búa sig sem bezt undir það hlutverk, hafa þau í vetur haft vikulega fundi og rætt og spjallað og leitazt við að auka þekkingu sína og efla trúarlífið. Þau halda út í heiminn til þess að kynnast æsku- fólki annarra landa og læra af því. En þau fara ekki til þess eins að kynnast framandi löndum og áður ókunnu fólki, heldur til þess að geta betur starfað fyrir kirkju lands síns, er heim er komið. Og kirkjan gleðst og styður ferð þeirra, af því að hún veit um þann boðskap og það starf, sem bíður þessara ung- menna. — Þreyti ég ykkur með upptalningu? Ég vona ekki, af því að mér finnst hennar þörf, og ég hef reyndar aðeins drepið á ein- stök dæmi tekin úr þessum mánuði, til að leitast við að sýna ykkur, að kirkjan er hvorki dauð né sofandi, að hún er hvorki vilja- né getulaus. Að hún leitast við að flytja boðskap sinn og vera raunverulegt starfstæki Krists á jörðu hér, boðskap, sem hún hefur frá honum þegið. Samt fer því víðs fjarri, að allt sé gert, sem gera þarf, og erum við langt frá því marki. Margt er það, sem við þurfum að gera, en ekki hefur komizt í framkvæmd enn. Og því er

x

Kirkjuritið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.