Kirkjuritið


Kirkjuritið - 01.11.1960, Blaðsíða 7

Kirkjuritið - 01.11.1960, Blaðsíða 7
KIRKJURITIÐ 389 fótur fyrir þeirri gagnrýni, sem ég drap á í upphafi máls míns. En hvers vegna er ekki meira gert? Sú skýring, sem oftast er hampað, er einfaldlega sú, að prest- arnir geri ekki nóg. Og föllum við þá fyrir þeirri freistni að sjá kirkjuna aðeins í persónu og starfi prestsins. Við játum samt í Postullegu trúarjátningunni trú okkar á „heilaga al- menna kirkju“, heilaga, af því að hún er af Kristi stofnuð og meðlimir hennar afmarkaðir og aðgreindir frá fjölda þeirra, sem halda sig utan við hana, en um leið almenna, af því að hún stendur öllum opin og náðarmeðulum orðs og sakramenta er ekki haldið frá neinum. Þar er hvergi sagt, að prestarnir einir eiga að bera uppi starf hennar og útbreiðslu. Þó að vitan- lega sé það bersýnilegt, að í krafti embættis síns hljóta þeir að ganga á undan, að varða veginn. En einir eiga þeir ekki að ryðja hann og jafna ójöfnur. Og er þá sú kirkja illa farin, sem kennir sig við nafn munksins, sem reit mótmæli sín á kirkju- dyrnar í Wittenberg, mótmæli gegn ofríki og þröngsýni klerk- valdsins, ef hún hefur algerlega gleymt kenningu hans um al- mennan prestsdóm, þ. e. a. s. að ekki þurfum við meðalgöngu neins manns, þó við viljum nálgast hásæti Drottins. Nei, allir geta snúið sér til hans, öllum sem á hann trúa, ber að þjóna honum, enda þótt nokkrir séu til þess kallaðir að uppfræða og hafa leiðsögn í málefum safnaðarins og veita heilög sakra- menti. Ég las einhvern tíma um biskup nokkurn, sem hafði fengið bréf frá söfnuði í biskupsdæminu, þar sem kvartað var sáran undan presti safnaðarins og leitað ráða biskups til þess að losna við hann. Svar biskups þótti svo eftirtektarvert, að það var prentað víða. Ekki man ég öll atriði þess, en tvö þeirra standa ómáð í huga mér. Er biskup segir: Bezta ráðið og fljót- virkasta til þess að losna við prestinn sinn er að fara til hans °g bjóða fram aðstoð sína við safnaðarstarfið. Því presturinn mun sennilega fá slag af undrun. Næsta ráðið mundi vera að biðja til Guðs fyrir starfi prestsins og hlusta af athygli á ræð- ur hans og boðskap, og mun hann þá brátt verða svo áhrifa- mikill og slíkur ljómi leika um nafn hans, að einhver stærri söfnuður mun losa ykkur við hann! Það er kaldhæðni í svarinu, það felst í því nöpur ákæra á sóknarbörnin. En lítum á okkur sjálf, áður en við sakfellum

x

Kirkjuritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.