Kirkjuritið


Kirkjuritið - 01.11.1960, Side 9

Kirkjuritið - 01.11.1960, Side 9
KIRKJURITIÐ 391 úr útvarpinu, sem kemur þeim bókstaflega ekkert við, að því er þeim finnst, og prestinn sjá þau ekki á stundum, fyrr en Þau eiga að ganga til spurninga og verða fermd. Dýrmæt ár hafa því farið forgörðum og verða naumast bætt til hlítar. Bersýnilegt er því, að kirkjan verður að taka eitthvað til bragðs. Tvennt virðist standa næst: Að prestar hafi fundi með foreldrum, sérstaklega þeim, sem eiga sín fyrstu börn og finna hvað sárast til ábyrgðar sinnar, og leiðbeini þeim um þessi mál, svo og að taka upp þann sið, sem tíðkast víða erlendis, að ræða þessi mál við öll brúðhjón í einrúmi og góðu tómi, áður en sjálfur giftingardagurinn rennur upp. Og svo hitt að leitast við að auka mjög barnastarfsemina. Er t. d. einn Reykjavíkur- Prestur byrjaður á því að hafa nokkurs konar smábarnaskóla ' félagsheimili safnaðarins á virkum dögum auk sunnudaga- skólans á helgum dögum. Kennir hann þeim þar bænir og söngva og annað það, sem áður fyrr var borið uppi af heim- hunum sjálfum. Er það einnig augljóst mál, að sunnudagaskóla- starfsemina verður að auka af miklum mun og hafa flokka- skiptingu meiri, þannig að færri börn komi í hlut hvers kenn- ara. Og verður í þeim efnum sem fyrr að beina orðum sínum til leikmanna og kvenna og hvetja þau til samstarfs, þar sem ekki er unnt fyrir prestinn að sinna öllu þessu einn! Fái börnin þannig kristilega undirstöðu til þess að byggja dnglings- og fullorðinsárin á, mun ekki þurfa að óttast um framtíð þeirra, mun fermingin sjálf þá ekki verða í augum þeirra sem skólaslit, þegar þau útskrifast úr kirkjunni, heldur tniklu fremur opnar dyr, sem leiða til aukins starfs og nánara samfélags við Guð. Og mun þá eðlilegast að veita unglingunum tækifæri til þjón- ustu í hinum svokölluðu safnaðar-æskulýðsfélögum eða deildum. Það er sagt sem svö, að hver söfnuður þurfi að hafa þrjá starfs- arma, þ. e. a. s. kvenfélög, bræðrabélög og æskulýðsfélög, og fer það ekki milli mála, að þessi kenning á mikinn rétt á sér. Sunnudagsguðsþjónusturnar geta einar naumast svalað fylli- lega trúar- og starfsþörf æskufólksins. Þær eiga að vísu að vera hápunktur hverrar viku, en einangraðar í safnaðarlífinu mega þær aldrei vera. Þess vegna eru æskulýðsfélög safnaðanna svo mikils virði. Þar læra unglingarnir með því að framkvæma sjálf. Þau

x

Kirkjuritið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.