Kirkjuritið


Kirkjuritið - 01.11.1960, Blaðsíða 11

Kirkjuritið - 01.11.1960, Blaðsíða 11
KIRKJURITIÐ 393 styttuna, og er borgarbúar voru saman komnir á torginu, gekk einn fram og afhjúpaði styttuna. En það kom á bæjarbúa, Þegar þeir sáu sína kæru styttu af Kristi handalausa, því hendurnar höfðu hermennirnir ekki getað fundið. En þeir höfðu skrifað á stallinn: Ég hef engar hendur, ljá mér þínar. Eg hef engar hendur, ljá mér þínar. Kirkja Krists á íslandi leitar einnig til þín, ljá henni hend- Ur þínar, starfaðu í henni. Ólafur Skúlason. Föðurráð. (Eftirfarandi skrifaði presturinn Arne Fjelberg, sem nú er nýlát- lnn, syni sínum til útlanda.) Það verður ekki umflúið, að þú lendir í hringiðu lífsins í ýmiss konar vanda, sem ekki er auðvelt að átta sig á, þótt nauðsyn beri til a° taka þá einhverja ákvörðun, og mikið riði á, að hún sé rétt. Bæði mín eigin reynsla og annarra bendir til þess, sem nú skal Sreina. Við veiðum að fylgja fastákveðnum og óhagganlegum reglum, Seni ekki er hvikað frá, hvað sem í skerst. Þær felast raunar í boð- °i"ðunum og barnalærdómnum almennt. Mest er um vert að gera rett í hvaða sporum sem er. Því fylgir það m. a., að maður hagnýtir f61- aldrei aðra sjálfum sér til framdráttar. En á hinn bóginn þýðir Pað íika^ ag manni er ljós sín eigin æra, sem engum leyfist að van- lrða. Það getur orðið dýrkeypt, að breyta rétt bæði við aðra og Jalfan sig, en það er nauðsynlegt og gott. við eigum ekki að vera strangir og einþykkir af réttlætislöngun. ra?ðralagsskyldunnar ætti alltaf að gæta af mannúð og miskunn- erni. Kröfur og þarfir munu sækja á hendur þér sem allra annarra. n til er það, sem kallast hið eina nauðsynlega. Gleymdu því ekki. . ðlega lífið á ekki síður að njóta réttar síns en starfslífið — því JSa ekki að nægja smámolar bæði tímans og kraftanna. (Úr KirJce og kultur).

x

Kirkjuritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.