Kirkjuritið


Kirkjuritið - 01.11.1960, Side 11

Kirkjuritið - 01.11.1960, Side 11
KIRKJURITIÐ 393 styttuna, og er borgarbúar voru saman komnir á torginu, gekk einn fram og afhjúpaði styttuna. En það kom á bæjarbúa, þegar þeir sáu sína kæru styttu af Kristi handalausa, því hendurnar höfðu hermennirnir ekki getað fundið. En þeir höfðu skrifað á stallinn: Ég hef engar hendur, ljá mér þínar. Ég hef engar hendur, ljá mér þínar. Kirkja Krists á íslandi leitar einnig til þín, ljá henni hend- hr þínar, starfaðu í henni. Ólafur Skúlason. Föðurráð. (Eftirfarandi skrifaði presturinn Arne Fjelberg, sem nú er nýlát- ■nn, syni sínum til útlanda.) Það verður ekki umflúið, að þú lendir i hringiðu lífsins í ýmiss konar vanda, sem ekki er auðvelt að átta sig á, þótt nauðsyn beri til taka þá einhverja ákvörðun, og mikið riði á, að hún sé rétt. Baeði mín eigin reynsla og annarra bendir til þess, sem nú skal greina. Við veiðum að fylgja fastákveðnum og óhagganlegum reglum, Sern ekki er hvikað frá, hvað sem í skerst. Þær felast raunar í boð- 01'ðunum og barnalærdómnum almennt. Mest er um vert að gera rett i hvaða sporum sem er. Þvi fylgir það m. a., að maður hagnýtir Ser aldrei aðra sjálfum sér til framdráttar. En á hinn bóginn þýðir lika, að manni er ljós sín eigin æra, sem engum leyfist að van- Vlrða. Það getur orðið dýrkeypt, að breyta rétt bæði við aðra og sJálfan sig, en það er nauðsynlegt og gott. Við eigum ekki að vera strangir og einþykkir af réttlætislöngun. ræðralagsskyldunnar ætti alltaf að gæta af mannúð og miskunn- Kröfur og þarfir munu sækja á hendur þér sem allra annarra. n til er það, sem kallast hið eina nauðsynlega. Gleymdu því ekki. ndlega lífið á ekki síður að njóta réttar síns en starfslífið — því eiga ekki að nægja smámolar bæði tímans og kraftanna. (Or Kirke og kultur).

x

Kirkjuritið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.