Kirkjuritið


Kirkjuritið - 01.11.1960, Blaðsíða 13

Kirkjuritið - 01.11.1960, Blaðsíða 13
Hátíðisdagar í Húsavík. I. Þjóðminningardagur. í dag er dagur þjóðarinnar — ekki, eins og oft er, dagur ein- hverrar einnar stéttar, sem fylkir liði gegn öðrum stéttum, heldur dagur allra íslendinga. Segja mættum við líkt og ísraelsmenn forðum: „Þetta er dagurinn, sem Drottinn gjörði. Fögnum og verum glaðir á honum!“ Við fögnum því að vera frjálsir menn og konur. Jafnframt erum við minnt á aldir kúgunarinnar — þrældómshúsið, sem Vlð höfum verið leidd út úr. Á það þarf að minna, þótt stutt sé siðan íslendingar urðu frjáls og sjálfstæð þjóð. Menn eru Steymnir. Meðlætið svæfir. Krapotkin fursti varð hljóður við °8 undrandi, þegar hann kom heim úr útlegðinni og sá, hve Uhklu þjóðin hafði gleymt. Við rifjum upp nöfn þeirra manna og kvenna, sem réðust j=egn herskörum kúgunarinnar — veraldarvaldi út á við, van- Pekkingu, fátækt og umkomuleysi heima fyrir. Þar er fleiri Uófn ag muna en nafn Jóns Sigurðssonar, þótt um það sé að sJalfsögðu mestur ljómi. íslendingasaga ætti að vera íslend- lngum kunn og gagnleg saga. En þag er fleira, sem við þurfum að hugleiða og hugfesta í aS’ þ. á m. þetta: ”Ef Drottinn byggir ekki húsið, erfiða smiðirnir til ónýtis; ef Drottinn verndar eigi borgina, vakir vörðurinn til ónýtis.“ þetta satt? Ræður þetta lögmál raunverulega í lífi þjóð- anna? ^lð erum öll miklir byggingamenn. Við erum, hvert og eitt, að hyggja upp okkar eigið líf, andlega og veraldlega. En öll til ^mans erum við að byggja upp eitt voldugt musteri, sem heitir enning. Ein álma þeirrar hallar teygir sig hingað norður á s and, 0g við höfðum, held ég, hugsað okkur að gjöra hana rausta og fagra.

x

Kirkjuritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.