Kirkjuritið


Kirkjuritið - 01.11.1960, Síða 14

Kirkjuritið - 01.11.1960, Síða 14
396 KIRKJURITIÐ En er það þá satt, að ef Drottinn byggir ekki þetta góða hús með okkur — ef hann er ekki yfirsmiðurinn, ef gengið er fram hjá hans teikningum og verklýsingum, ef hans vilji verður ekki, ef hans lögmál eru brotin — þá hrynji húsið fyrr en varir? Ýmsir hafa gerzt til þess að segja okkur, að þetta sé ekki satt. Vér getum þetta sjálfir, sögðu þeir. En jarðskjálftar hafa gengið yfir jörðina, hi’oðalegar styrj- aldir. Og vábrestir berast að eyrum hvern dag — uppþot, mann- víg, stéttir berjast gegn stéttum. kynþættir gegn kynþáttum, menn flýja ættlönd sín eða eru fluttir þaðan nauðugir. Aðalátak þekkingarinnar er vígbúnaður. Allt minnir þetta uggvænlega á lýsingu Völuspár á komandi vargöld heimsslitanna. Og enn segja margir (sumpart af vana): „Vér höfum vísindin, þar er yfirsmiður vor.“ En nokkrir gerast þó hikandi í þeirri trú og segja (þótt þeim sé það ekki Ijúft): „Skyldi það eftir allt geta verið satt, að ef Drottinn byggir ekki húsið, erfiði smiðirnir til ónýtis?“ Til eru gömul, fáorð munnmæli eða þjóðsaga, sem ég í æsku heyrði oft vikið að. Segir þar frá dreng, sem lá við drukknun og bað Guð að hjálpa sér. En um leið og hættan leið hjá, varð honum að orði: „Þurfti ekki, Guð, ég gat sjálfur.“ Sögu þessa hef ég séð gerða að frumdráttum táknmyndar á þessa leið: Mannkynið hafði fallið í síki efnishyggjunnar, svo þungt og djúpt, að því var horfið allt minni um uppruna sinn og tilgang. og sá sér glötun búna. Ósjálfrátt steig þá upp bænarhróp á öll- um tungum jarðar um hjálp og björgun. Þá lét Drottinn Alfaðir lífstré siðmenningarinnar hraðvaxa á síkisbakkanum. Ein feg- ursta grein þess, þekkingin, teygði sig eins og líknandi hönd út yfir vatnsflötinn. Mannkynið greip hana ákaft og fagnandi, en sagði um leið: „Þurfti ekki, Guð, — við gátum það sjálfh’-“ Og jafnskjótt hjaðnaði tréð, og sökkvandi mannkynið sá, að greinin fagra var orðin að máttlausu sefstrái. Býr þessi táknmynd yfir sannleika? Á Guð að vera yfirsmiður þess, er við byggjum sem menn og þjóð? Sé svo — eins og raunar varla verður efazt um —, er það vissulega mikilvægasta umhugsunarefnið hvern þjóðminn- ingardag. Húsavík vex, þótt hægt fari. Þeir, sem nú eru ungir, sjá hana

x

Kirkjuritið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.