Kirkjuritið


Kirkjuritið - 01.11.1960, Blaðsíða 15

Kirkjuritið - 01.11.1960, Blaðsíða 15
KIRKJURITIÐ 397 í hillingum nýrra aldamóta og framfara. Fögur er hún í dag í vorskrúðinu, hallandi sér upp að hæðabarminum og horfandi fram á bláan fjörðinn. Hún er sem kjörin til fegurðar og far- sældar. En ef Drottinn verndar eigi borgina, vakir vörðurinn til ónýtis. Biðjum Guð, „höfuðsmið himins og jarðar", að vernda bæ okkar og byggð, þjóð okkar og þjóðmenningu. II. Skólavígsla. Harla kunn eru þessi orð Meistara vors: „Ef þér standið stöðugir í orði mínu, þá eruð þér sann- arlega lærisveinar mínir og munuð þekkja sannleikann, og sannleikurinn mun gjöra yður frjálsa." Hér er margt til umhugsunar: Stöðuglyndi lærisveinsins, orð Krists, þekking, sannleikur, frelsi — sum auðugustu hugtök ftiannsandans. Hyílík menntun og menning, að skilja þau og Unna þeim! í Húsavík er risin vegleg menntastofnun. Menntun stefnir að því að veita og öðlast þekkingu á reynslu og sannleika. Sú við- leitni kostar menn og þjóðir ærna fyrirhöfn og fórnir. En lífs- þörf mannanna knýr þar á, hamingjuleitin, frelsisþráin — draumurinn um að frelsast frá takmörkunum, ótta og þjáningu. Er þá allur sannleikur frelsandi? Svo ætti að vera. Engum bregðast rétt reiknaðar tölur út af fyrir sig. Þekking manna á efnum og öflum er orðin mikil og fraust. Fundnir fjársjóðir vísindanna eru undursamlegir og hafa Þegar áorkað stórmiklu um að frelsa mennina frá óttaefnum hfsins. Þó er til fulls ljóst orðið á vorri tíð, að þekking fjötrar, eigi síður en frelsar. Hún getur orðið beint háskasamleg í með- ferð þeirra, sem ekki hafa lært að þekkja sjálfa sig í Ijósi Krists. í fyllingu tímans kom Kristur til að veita mannkyninu þá Þekkingu, sem öllum er nauðsyn, en einkum hinum menntuðu °g máttugu, — þekkinguna á sjálfum sér. Á boðskap hans um alheim og mannlíf má grundvalla með rökum samfélag, frelsi °g hamingju. Orð Krists er frelsandi sannleikur — helgar alla Þekkingu. Þess vegna skal þetta nýja þekkingarmusteri opnað og vígt í nafni hans. í slíkri vígslu birtist líka, þótt í veikleika sé, stöð-

x

Kirkjuritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.