Kirkjuritið


Kirkjuritið - 01.11.1960, Blaðsíða 16

Kirkjuritið - 01.11.1960, Blaðsíða 16
398 KIRKJURITIÐ uglyndi lærisveinsins. Vitrir menn hafa bent á það sem kalla má stöðuglyndi hins veiklynda lærisveins.------- Gagnvart vísindunum mega mennirnir ekki vera eins og börn, sem send voru til að sækja verðmætan hlut. Þau gerðu hann sér að leikfangi og gleymdu ábyrgð og trúnaði — gleymdu þeim, sem sendi þau og til hvers þau voru send. 1 vígsluljóði dagsins er bænin um „meira ljós“. Sömu hugs- unar er ljóðlína í kvæði danska skáldsins I. P. Jakobsen — ljóð- lína, sem varð víðkunn á þeirri tíð, er hugsjónin um almenna skólamenntun greip hugi manna með miklum fögnuði: „Lys over landet, det er det vi vil“ — ljós yfir landið, það er það, sem við viljum. Ljós frelsandi þekkingar — það var draumur góðra manna. Og svo er enn. Bara að ljósið snúist þá ekki í myrkur! Hér á við varnaðar- orð Meistarans: „Ef ljósið í þér er myrkur, hve mikið verður þá myrkrið!" í útvarpinu var kona fyrir nokkru að segja frá lífsreynslu sinni og gat þá um kynni sín af manni, sem lent hafði á glap- stigum. Hann hafði látið svo um mælt: Foreldrar mínir voru efnuð, en vantrúuð. Ég fékk menntun — og myrkur!“ Þessi maður var m. ö. o. ekki svo mikið sem gleyminn sendimaður. Honum hafði aldrei verið falinn neinn trúnaður við tilveruna og sjálfan sig. Hann vissi engin þau verðmæti, sem hann baen skilyrðislaust ábyrgð á. Menntun og myrkur! Þetta tvennt getur — eins og mörg frumefnin — gengið í háskalegt samband. Þar liggja rætur vetnissprengjunnar. Menntun og orð Krists! Þaðan skín dagsljós þess frelsandi sannleika, sem vermir jörðina og gefur henni líf og ilm. Friörik A. Friöriksson. Ég skal kveikja á kerti skilningsins í hjarta þínu, sem ekki verðui slökkt. — Esdraa, 25. 25. Dyggðin er iík dýrum steini í látlausri umgerð. — Bacon. Dyggðin er eina óbrigðula tákn göfugrar sálar. — Boileau.

x

Kirkjuritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.