Kirkjuritið


Kirkjuritið - 01.11.1960, Blaðsíða 17

Kirkjuritið - 01.11.1960, Blaðsíða 17
Pistlar. Þegar mér var lesinn pistillinn. Ég rakst fyrir nokkru síðan á reiðan mann á götunni. Það var ekki einn af þessum „ungu reiðu mönnum", sem hafa allt á hornum sér og ausa úr skálum reiði sinnar yfir alla. Þetta var roskinn maður, kunnur að ágætum En hann var svo reiður, að hann blés af blárri bræði — í garð okkar prestanna. Hann dengdi yfir okkur skömmunum, lest eftir lest, fyrir það, hvað við værum huglausir og duglausir í stólnum. Við þyrðum aldrei að segja neinum ærlega til syndanna, orðaflaumur okkar væri, þegar bezt léti, eins og spenvolg nýmjólk, sem er að vísu holl, en ekki bráðlæknandi. Hann vildi, að því er mér skildist, láta okkur tala í anda og krafti Péturs, er typtaði þau Ananías °g Saffíru konu hans svo rækilega fyrir að draga undan af verðinu við eignasöluna,- að þau duttu bæði dauð niður. Til- efni heiftar hans að þessu sinni var það, að hann stóð skammt frá Alþingishúsinu og varð hugsað til þess, hvað við tækjum sJaldan og linlega alþingismennina til bænar, sem að hans dómi ^ttu það sannarlega skilið að tekið væri í lurginn á, og þeir nrinntir á það, svo að um munaði, að þeir væru þjónar þjóðar- innar, en ekki kosnir til að mata sinn eigin krók. Og í stað þess að rífast stöðugt og bítast, ættu þeir að leggjast allir á eitt að finna í samráði og sameiningu, hvaða ráð væru tiltæki- tegust til að efla sem mest hag þjóðarinnar og menningu lands- ftianna á hverjum tíma. Þessu var ekki unnt að andmæla. En ef mælskufoss hans hefði ekki verið eins stríður og óstöðvandi og hann var, hefði tttig langað til að skjóta ýmsu inn í til skýringar og afsökunar. Hann var óneitanlega nokkuð óbilgjarn. Það er að vísu gull- satt, að okkur skortir alla spámannskraft — varla að við höf- um heldur hug til að láta ummæli spámannanna, sem þeir höfðu um sína leiðtoga, dynja á þjóðmálamönnum vorum. Er þar þó,

x

Kirkjuritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.