Kirkjuritið


Kirkjuritið - 01.11.1960, Blaðsíða 18

Kirkjuritið - 01.11.1960, Blaðsíða 18
400 KIRKJURITIÐ sem annars staðar, margt líkt með skyldum. Ekki efa ég held- ur, að þjóð vorri er það lífsnauðsyn eins og ísrael á dögum Am- osar, að leiðtogar henni láti réttinn vella fram sem vatn og réttlætið sem sírennandi læk. Það stendur líka enn í fullu gildi, að Frelsarinn hrópar vei yfir fræðimönnum og Faríseum (þ. e. bæði prestum og stjórn- málamönnum), sem ekki skeyta um það, sem mikilvægast er: réttvísina og miskunnsemina og trúmennskuna. Blindir og eig- ingjarnir leiðtogar geta engu síður nú en þá leitt bölvun og tortíming yfir þjóð sína, sem aldir þarf til að bæta. Stjórnmála- maðurinn er kallaður til þjónustu — og ef hann sinnir henni ekki, þá er hann vargur í véum. Þessum sannindum megum við prestarnir náttúrlega ekki stinga undir stól. En er ekki ósanngjarnt að bera okkur á brýn, að við gerum það með öllu? Erum við ekki alltaf fyrst og fremst að prédika siðfræði, miklu meira en oft hefur verið gert m. a. á rétttrúnaðartímabilinu? Jú, við höldum því fram sunnu- dag eftir sunnudag árið um kring, að allir menn eigi að leita sannleikans og virða hann, en hata lygina í allri mynd. Allir eigi að vera grandvarir í orði og æði, áreiðanlegir, trúir, óeigii1' gjarnir, sáttfúsir, friðelskandi, bróðurelskir, góðviljaðir í garð allra, sanngjarnir, réttlátir, heiðarlegir. Allir — alþingismenn engu síður en aðrir. Þetta segjum við ár eftir ár, en það hefur kannske sorglegn lítil áhrif, líkt og þegar dropi fellur á stein. Það þyrfti senni- lega að fylgja því betur eftir, bæði af okkur prestunum og leikmönnunum. Ég fór til dæmis að hugsa um það, þegar ég gekk frá þess- um reiða vini mínum, hvort það væri nú ekki líkt með hann og mig, að hann hefði jafnvel áratugum saman kosið sama flokk- inn — ef þá ekki sömu mennina til Alþingis. Og hvort reiði okkar væri þá eins djúpstæð eins og hún væri ólgandi. Því enga prédikun skildu víst stjómmálamennirnir betur, né léW sér frekar að kenningu verða en prédikun atkvæðaseðlanna. Út frá því komst ég í ýmsar hugleiðingar, sem hér verða ekki raktar. Hins vegar ætla ég að bæta við nokkrum setningum, ef verða mættu til varnar misskilningi, en til frekari skýringar. Enginn skyldi halda, að ég væri á móti öllum reiðilestri og

x

Kirkjuritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.