Kirkjuritið


Kirkjuritið - 01.11.1960, Page 19

Kirkjuritið - 01.11.1960, Page 19
KIRKJURITIÐ 401 allri vandlætingu á prédikunarstóli. Það er langt í frá að svo sé. Og vitanlega á ekkert manngreinarálit að koma þar til greina. Við verðum að segja háum og lágum jafnt til syndanna, þegar svo ber undir. Eins þótt við prestarnir sjálfir finnum sárt til þess, hvað við erum sekir sjálfir. Mörg prédikun er því dómfelling yfir sjálfum prédikaranum. Hitt tel ég vel farið, að nú er oftar prédikað um ást Guðs en reiði Guðs. Kristur lagði sannarlega meiri áherzlu á kærleika hans en bræði. Ég er líka alveg óviss um, að þótt við getum lýst yfir trausti okkar á miskunnsemi Guðs, getum við tekið að °kkur að demba á refsingu hans. Það er að vísu sterk mynd og ægileg, þegar séra Hallgrímur segir: Þá sjálfur Guð á sonarins hjarta sínum reiðisprota slær. En hvað sem líða kann sannleika hennar, eru fæstir menn til aÖ fordæma í Guðs stað. Ég hygg ég gleymi aldrei einu dæmi. Prédikari var að hvetja fólk til afturhvarfs. Hann lýsti vel og rettilega valdi syndarinnar og háska þess að skjóta iðrun sinni a frest. En svo tók hann dæmi á þessa leið: Ung vændiskona kom heim undir morguninn. Hún sofnaði fast, þegar hún var komin í rúmið. Þá kviknaði í húsinu. Það var margar hæðir og stúlkan svaf uppi undir risinu. Hún vaknaði svo seint, að henni varð ekki bjargað, þótt hún æddi út í gluggann, fórnaði hönd- um og hrópaði af öllum lífs og sálar kröftum á hjálp. Þannig íullyrti prédikarinn að hlyti að fara fyrir þeim, sem iðruðust °f seint, eða ekki áður en þeir dæju — þeir yrðu að farast. Mér fannst þetta hryllileg saga um ægilega guðshugmynd. Pngin móðir gæti horft upp á skelfingu og kvalir barnsins síns 1 slíkum sporum, án þess að bjarga því, ef hún hefði máttinn th þess, hvað sem barnið kynni að hafa brotið af sér, meira að Segja þótt það hefði hatað móður sína. En nú er Guð almáttugur. Þess vegna skil ég ekki, að hann Glski ekki nóg til að bjarga öllum, sem iðrast, hvenær sem þeir ^örast. Ég held hann geti þá ekki horft upp á kvalir þeirra né heyrt veina þeirra lengur. Annað mál er það, hvort ekki er hugsanlegt, að sumir séu aHtaf að f jarlægjast Guð og iðrist raunar aldrei, snúi ekki við, 26

x

Kirkjuritið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.