Kirkjuritið


Kirkjuritið - 01.11.1960, Blaðsíða 20

Kirkjuritið - 01.11.1960, Blaðsíða 20
402 KIRKJURITIÐ hvað sem þeir reyna. Og að þeir kunni að „farast í logunum". Deyi út. Ég veit vel, að ég er hér að víkja að miklum deilumálum. Geri það ráðnum huga. Hóflegt rúm er opið til andsvars. Háreistin og helgistundin. Minni aðeins með örfáum orðum á mál, sem er tiltölulega nýtt af nálinni, en ber æ meira á góma. Vér lifum á öld hávað- ans, vélaskröltið drynur í eyrum fjöldans úti og inni. Og víða glamrar og síþylur útvarpið allan guðslangan daginn. Það ligg- ur óneitanlega við, að hávaðinn æri suma. Hann er að minnsta kosti þreytandi, þegar til lengdar lætur og truflandi. Hann er brátt áfram drepandi fyrir margs konar sálargróður. Það var hlegið að greindum og glensfullum bónda fyrir norðan, sem eitt sinn bað kaupmanninn á Skagaströnd að lána sér herbergi til að hugsa í. En hugleiðing þarfnast hljóðs og kyrrðar. Nátt- úran veitir búandmönnum raunar slík tækifæri, oftast daglega. Það er líka eflaust ein skýring þess, hve íslendingar hafa átt marga spaka menn, sem fóstrazt hafa „í einvistum fjalla og stranda". í bæjum og þorpum er þvílíku ekki líkt því eins til að dreifa. Þar er oft vandfundið afdrep fyrir hávaðanum og skjól fyrir skröltinu. Það berst meira að segja iðulega inn til alls f jöldans á nóttunni. Kirkjurnar verða þess vegna helzt hæli þeirra, sem leita » vit þagnarinnar og ættu alltaf að standa opnar einmana eða þjáðum sálum og yfirleitt hverjum þeim, sem vill koma Þar inn til þess, eins og segir svo fallega í hinni gömlu meðhjálpara- bæn: „að lofa þig (þ. e. Guð) og ákalla, og til að heyra, hvað þú, Guð faðir, skapari minn, þú Drottinn Jesús, frelsari minn> þú heilagi Andi, huggari minn, vilt við mig tala í þínu orði • Því að sannarlega er ekki ætlunin, að vér tölum eingöngu við Guð í bænum vorum og hugleiðingum, heldur hlustum lí^3 eftir því, sem hann kann að segja við sál vora. Ég vildi hér aðeins undirstrika fullyrðingu margra, þ- a m' lækna, að kirkjurnar og guðsþjónusturnar hafa ekki misst giW1 sitt nú á tímum. Ef til vill hefur engin kynslóð þarfnast þeirr- ar ríkar en vér, til þess að efla sinn sálargróður og geta í frlD1 og næði hlustað eftir rödd Guðs og andardrætti eilífðarinnar. Það er að minnsta kosti vel þess vert, að ungir og gamlir sann-

x

Kirkjuritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.