Kirkjuritið


Kirkjuritið - 01.11.1960, Qupperneq 21

Kirkjuritið - 01.11.1960, Qupperneq 21
KIRKJURITIÐ 403 prófi, hvort kirkjugangan sé ekki fyrirhafnarinnar verð, af því að hún lyfti huganum og friði sálina í öllu háreisti og eirðar- leysi dagsins. Enn urn útvarp og kirkju. Það situr við það sama og áður, að messum er útvarpað á þeim dagstímanum, sem meinar flestum að hlusta á þær og sérstaklega þeim, sem alls ekki geta til kirkju komið, eins og ég benti á í síðasta hefti. Ekki er nú von, að allur almenningur telji oss prestana mjög áhugasama og brennandi í andanum, fyrst vér látum leika oss þannig eða sýnum slíkt tómlæti varð- andi það, hvort boðskapur vor nær til fárra eða margra, En þar kemur samt, að þetta verður lagfært. Kirkjan má ekki við öðru. Eg bendi hér líka á annað atriði í sambandi við útvarpsguðs- þjónusturnar. Ibsen segir í Konungsefnum, að íslendingum sé gefin blygðun sálarinnar. Þeim sé ekki tamara að tala um sín helgustu einkamál en klæða sig úr fötunum á almannafæri, þegar þeir gangi til lauga. En afsönnum vér þetta ekki, þegar vér látum útvarpa sakramentunum? Eru ekki skírn og kveld- máltíö helgar einkaathafnir, en hvorki sýningaratriði né aug- lýsingastarfsemi? Hverja varðar um það á bifreiðaverkstæðum, í strætisvögnum, í skipsmatsal eða á gosdrykkjaknæpu t. d., hvort einhver ber barn sitt til skírnar eða krýpur við kveldmál- tíð Drottins, á tilteknum stað og stundu. Og hver hlustar eftir þvílíku almennt talað með því hugarfari, að hann taki lifandi þátt í athöfninni á andlegan hátt.. Frekar kann að vera, að það sé haft að spotti. Kirkjustjórnin á ekki að líða þess háttar út- varp. Áhætta misskilningsins og blátt áfram skemmdarinnar er svo miklu meiri en sú von, að það sé einhverjum til sálu- bótar. Hér er verið að afklæða sig á almannafæri. Hvað eiga þeir í vonum? Afríka er að brjóta af sér nýlendufjötrana. Fleiri og fleiri þjóðir krefjast þar frelsis og fá það á pappírnum og í orði hveðnu a. m. k. Það sorglega er, að margar þeirra snúast nú, t>egar þær þora það, öndverðar gegn hinum „kristnu þjóðurn".

x

Kirkjuritið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.