Kirkjuritið


Kirkjuritið - 01.11.1960, Blaðsíða 23

Kirkjuritið - 01.11.1960, Blaðsíða 23
KIRKJURITIÐ 405 Kjarvál. Kjarval varð 75 ára 15.október síðastliðinn. Það er gott til þess að vita, hvað hann sýnist ungur og afkastar enn fádæma miklu. Hann skapar stöðugt hvert listaverkið öðru fegurra. Heldur ekkert að óttast, þótt hann eldist, því að hann er einn af þeim, sem deyr ekki. Það tekur hins vegar þjóðina efalaust aldir að gera sér ljóst, hvað hann hefur gefið henni. Hvað hann hefur séð og opinberað af fegurð og speki. Leitt, að hann hefur ekki málað fleiri altaristöflur, svo sterk- ur sem trúarstrengurinn er í brjósti hans og dulvitund hans djúpauðug. Hann flíkar því að vísu ekki oft í orðum, en mikill er sá trúmaður og vel kristinn, sem mælir slíkt (Samanber við- tal í Morgunbl. 16. okt). „Það, sem við listamennirnir eigum að gera, er aðeins þetta: að vera Guði til ánægju og reyna að sannfæra fólk um, að það sé einhver tilgangur með þessu.".....Heldurðu að við séum ekki umboðsmenn almættisins, kæri vinur, ójú, ekkert minna." Og ... „Það er móðgun við alnáttúruna, þegar fólk sér eitthvað fallegt í henni og segir: „Þetta er kjarvalskt." Svoleiðis fólk ætti að fá kárínur fyrir. I staðinn fyrir að það ætti að segja eins og þeir í Brasilíuförunum, þegar þeir sáu eitthvað fallegt: »Nú ætti bróðir minn að vera kominn og sjá þetta með mér." Angan þessara orða er eins og mosans, sem Kjarval hefur hafið mest og gefið oss nýjan og fyllri skilning á. Vér óskum þjóðinni þess, að listamaðurinn njóti enn heil- inda og sólarsýnar um áratugi, til að auðga hana og göfga. Gunnar Árnason. Silfurþrœöir heitir bók, sem Bræðralag, kristilegt félag stúdenta, hefur gefið út. Þýddar sögur. Efnið völdu þeir prestarnir, Árelíus Níelsson, Gunnar Árnason og Jón Auðuns. Práfessor Regin Benter dr. theol. var hér á ferðinni í október í boði guðfræðideildarinnar, og hélt tvo fyrirlestra. Þann fyrri um skoðanir Lúthers á afstöðu hins almenna prestsdóms til prestsemb- ættisins. Þann síðari um skoðun Lúthers á sambandi rikis og kirkju. E>r. Prenter er nú einn af hinum kunnustu Lúthersfræðingum. — Kirkjuritið væntir að geta birt viðtal við hann á næstunni,

x

Kirkjuritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.