Kirkjuritið


Kirkjuritið - 01.11.1960, Page 24

Kirkjuritið - 01.11.1960, Page 24
Ölafur Ólafsson prófastur í Hjarðarholti og frú Ingibjörg Pálsdóttir. Aldarminning. Ólafur Ólafsson fæddist í Hafnarfirði 23. ágúst 1860. For- eldrar hans voru hjónin Ólafur Jónsson kaupmaður þar (fædd- ur 16. febr. 1832, dáinn 23. marz 1882) og Metta Kristín (fædd 14. nóv. 1841, dáin 22. maí 1915). Hún var dóttir Ólafs hrepp- stjóra í Hafnarfirði. Ólafur Ólafsson varð stúdent frá menntaskólanum í Reykja- vík 1883, en brautskráðist úr prestaskólanum árið 1185. Hinn 4. sept. sama ár var honum veittur Lundur í Lundarreykjadal og vígður þann 6. sama mánaðar. Hinn 11. sept. 1885 kvæntist hann Ingibjörgu Pálsdóttur (fædd 17. jan. 1855) Mathiesens síðast prests í Arnarbæli í Ölfusi (f. 15. apríl 1811, d. 9. febr. 1880). Kona séra Páls og móðir Ingibjargar var Guðlaug (f- 20. okt. 1812, d. 3. ágúst 1872) Þorsteinsdóttir bónda í Núpa- koti undir Eyjafjöllum Magnússonar. Meginhlunnindi sveitapresta fyrrum voru þau, að þeim var íengin bólfesta á miklum kostajörðum. En að sjálfsögðu fór það mjög eftir ráðdeild prestshjónanna og búhyggindum, hvern- ig til tókst um búskapinn og þar með efnahagsafkomu. Fyrir ungan prest, sem alizt hafði upp í kaupstað og við gagnólík lífsskilyrði sveitabóndans, hlutu slík umskipti að reyna mjög á þolrifin og verða mikil prófraun. — Bærinn Lundur stendur neðan til um miðjan Lundarreykja- dal norðan megin Grímsár, en hún rennur eftir endilöngum dalnum og deilir löndum. Er neðar dregur í dalinn, líður hún áfram, breið, tær og lygn með veiðisælum hyljum, sem að sumr- inu til auka oft á búsæld þeirra býla, sem rétt hafa til að draga þar á land spegilgljáandi og spræka laxa. En auk þess er am höfuðprýði sveitarinnar. Lundur þótti glæsileg bújörð, stórt tun

x

Kirkjuritið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.