Kirkjuritið


Kirkjuritið - 01.11.1960, Qupperneq 25

Kirkjuritið - 01.11.1960, Qupperneq 25
KIRKJURITIÐ 407 blasti við suðri og sól við rætur hárrar hlíðar, með língresis- geirum milli giljaskorninga og uppgróinna hryggja hið efra, en út frá túninu niður að Grímsá mjög víðáttumiklar engjar, grasgefnar og greiðfærar, frjóvgaðar af vatni ofan úr hlíðinni, er streymdi yfir þær í vorleysingum. En þrátt fyrir þessa land- kosti höfðu þó prestar þeir, sem sátu Lund næstir á undan séra Olafi, eigi átt þar langa sögu: Oddi Gíslasyni var veittur Lund- hr 1875. Árið 1879 er Lundur veittur Þorsteini Benediktssyni °g 1882 séra Eiríki Gíslasyni. Þessir þrír prestar sitja því stað- innn aðeins tíu ár. Svo tíð ábúendaskipti á prestsetrum þóttu 4raga dilk á eftir sér. í kjölfarið sigldi nálega undantekningar- iaust lækkandi reisn staðanna ár frá ári. Með komu séra Ólafs °g frú Ingibjargar að Lundi var eigi tjaldað til einnar nætur. Þar var hann þjónandi prestur í seytján ár samfleytt eða til 1902. Eigi mun hann hafa dvalizt lengi meðal Borgfirðinga, er teim varð fullljóst, að þar var enginn miðlungsmaður á ferð, hvorki sem embættismaður né bóndi. En enginn vissi það bet- Ur en séra Ólafur sjálfur, að hann reri eigi einn á báti. Mönn- Um varð tíðrætt um prestsfrúna á Lundi, mannkosti hennar og efburðahæfileika að stjórna heimili og gera það hvorttveggja 1 senn, aðlaðandi fyrir gesti og skapa þann friðsæla einingar- anda, sem gerði heimilisfólki öllu ljúft og farsælt að dveljast Þar- Góð bújörð, verkafólk, sem bar hag húsráðanda fyrir

x

Kirkjuritið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.