Kirkjuritið


Kirkjuritið - 01.11.1960, Blaðsíða 26

Kirkjuritið - 01.11.1960, Blaðsíða 26
408 KIRKJURITIÐ brjósti, og búhyggindi, stuðlaði í sameiningu að því, að brátt blómgaðist efnahagur þeirra prestshjónanna á Lundi. Tryggð þeirra og ræktarsemi við fólk það, sem hjá þeim vann, var mjög rómuð, og munu þau hafa stutt sum hjú sín með ráð og dáð, meðan ævin entist. Myndarlegt prestsetur í sveit var á þeim tíma, sem hér um ræðir, eins konar félagsheimili, al- mennur samkomustaður sveitarinnar og menningarmiðstöð. En til þess að geta gegnt því hlutverki, þurfti bæði hjartarúm hús- bændanna og salarkynni umfram það, sem tíðkaðist almennt á bændabýlum. Eigi gátu prestshjón heldur risið undir risnu, sem slíku fylgdi, nema þau væru efnalega sjálfstæð. Var því mikils um vert, að presturinn væri góður „bóndi“, jafnframt því að inna af hendi alla prestsþjónustu með alúð, samvizkusemi og skyldurækni. Þau böm, sem til aldurs komust, þeirra séra Ólafs og frú Ingibjargar, eru: Páll Ólafur framkvæmdastjóri og fyrrum ræð- ismaður íslands í Færeyjum (f. 30. ágúst 1887), kvæntur Hildi Stefánsdóttur prófasts á Auðkúlu (f. 28. janúar 1893). Jón (Foss) læknir (f. 26. okt. 1888, d. 4. nóv. 1922 í Norður-Dakota, Bandaríkjunum), var kvæntur Elísabetu Kristjánsdóttur (f- 22. sept. 1890). Kristín læknir (f. 21. nóv. 1889), gift Vilmundi Jónssyni landlækni (f. 28. maí 1889). Guðrún Sigríður (f. 27. nóv. 1890, d. 25. júní 1918), var kona séra Björns Stefánssonar prófasts frá Auðkúlu (f. 13. marz 1881). Ásta (f. 16. marz 1892), gift Ólafi Bjarnasyni hreppstjóra í Brautarholti á Kjal- arnesi (f. 19. sept. 1891). í ritum föður míns, Kristleifs Þorsteinssonar, er séra Ólafi þannig lýst: „Séra Ólafur var hagur og listfengur, léttur á íæti og snar í hreyfingum, áhugasamur og fylginn sér. Var hann bezti liðsmaður í öllum þeim málum, sem til heilla horfðu baeði fyrir sveit og sýslu.“ Árið 1902 var séra Ólafi veitt hið fornfræga höfuðból Hjarð- arholt í Dölum vestur. Séra Jón Guttormsson, sem gegnt hafði prestsþjónustu í Hjarðarholti frá 1886, lézt vorið 1901. Við hljótum að spyrja, hvers vegna þessi vinsælu og velmetnu prests- hjón hafi haft brauðaskipti eftir seytján ára dvöl í hinni fögi'u og frjósömu byggð, þar sem lánið hafði leikið við þau: efna- hagur blómgazt, vagga barna þeirra staðið og ástsældir óum-

x

Kirkjuritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.