Kirkjuritið


Kirkjuritið - 01.11.1960, Síða 27

Kirkjuritið - 01.11.1960, Síða 27
KIRKJURITIÐ 409 deilanlegar. Sú saga verður eigi skráð hér. En orðstírinn, sem þau Ólafur og Ingibjörg höfðu áunnið sér, meðan þau dvöldust í byggðum Borgarfjarðar, átti eftir að minna prestshjónin frá Lundi á mannhylli þeirra sunnanvert við Bröttubrekku og treysta á ný vináttutengsl við héraðið fagra, þar sem þau höfðu lokið merkum áfanga. Séra Ólafur var maður athafna og framtakssemi. Hann var hvort tveggja í senn vinnuglaður og vinnufús og horfði björtum augum fram á veginn. Brátt eftir komu sína til Hjarðarholts hóf hann markvissar framkvæmdir á staðnum með miklum rnyndarbrag. Hann sléttaði túnið, græddi það út og jók töðu- fall mikillega. Hann endurbyggði nálega öll hús staðarins. Tveimur árum eftir að hann fluttist þangað, lét hann reisa hina sérkennilegu kirkju eftir teikningu Rögnvalds Ólafssonar húsameistara. Mun það vera fyrsta krosskirkja, sem reist var a landi hér. Auk þess lét hann árið 1910 reisa frá grunni mynd- arlegt tvílyft hús fyrir heimavistarskóla og stjórnaði honum °g starfrækti næstu átta ár. Staðhæfa má, að á þeim árum hafi lítinn bakstyrk verið að finna frá opinberum aðilum til slíks framtaks. En óhjákvæmilega hlaut framkvæmd af þessu tagi að bjóða heim stórlega auknu starfi og alls kyns umsvif- arn, án þess að nokkur teljandi laun kæmu í aðra hönd. Séra Ólafur var ekki makráður maður. Ekki munu nemendur hafa dvalizt lengi í Hjarðarholtsskóla, er þeir sannfærðust um það, að heimilinu var stjórnað af hús- freyju, sem hafði til brunns að bera aðdáunarverða hæfileika: fyrirhyggjusemi, reglusemi og góðvild, sem vakti óskipt traust. Á herðum húsfreyjunnar hvíldi m. a. það vandasama og um- svifamikla starf að fæða nemendur. Úr búri hennar voru borð ^taðin stundvíslega fyrir hverja máltíð hollum og vel tilreidd- kjarnamat. Og nemendur þrifust af mat frú Ingibjargar atl þess að kaupa stóreflis glös í lyfjabúðum full af „bætiefna- Púlum" í ábætisrétt. Fæða sú, sem hún bar fram, veitti okkur þá hreysti, að þá tvo vetur, sem ég dvaldist í Hjarðarholti við hsm, voru legudagar meðal nemenda óþekkt fyrirbæri. Jón Thoroddsen á vafalítið sinn þátt i því, að meðal Islend- lnga hefur það viljað loða við að líta á þá sem ,,matgogga“, Sern gera mat að umræðuefni. Þó hittumst við naumast svo Samlir Hjarðhyltingar, að við freistumst eigi til að brjóta í

x

Kirkjuritið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.