Kirkjuritið


Kirkjuritið - 01.11.1960, Page 28

Kirkjuritið - 01.11.1960, Page 28
410 KIRKJURITIÐ bág við þetta siðalögmál og erum allt í einu farnir að minnast á laxinn, sem frú Ingibjörg lét framreiða fyrir okkur í viku hverri. En hvernig var unnt að draga slíkt hnossgæti að í búið? Séra Ólafur var mikill íþróttamaður í þeirri grein að veiða lax á stöng að sumrinu til, en Laxá, sem streymir áfram fyrir neð- an túnið í Hjarðarholti allt til Hvammsfjarðar, var ákjósanlegt svæði til að draga á land þennan ljúffenga og fagra fisk, ný- runninn og stokkfeitan. En séra Ólafur lét sér eigi nægja að veiða laxinn. Sjálfur varð hann einnig að verka hann, og í þeirri grein var hann algerður sérfræðingur og það svo, að þar varð engu við bætt. En það var enn fleira en matgjafir okkur nemendum við- komandi, sem jók á annir húsfreyjunnar í Hjarðarholti. Hún hafði hönd í bagga um það, að fatnaði okkar var skilað reglu- bundið, hreinum, með snyrtilegum frágangi. Þær höfðu lært það í skóla frú Ingibjargar stúlkurnar hennar að kasta ekki höndunum til vinnubragða. Annars hafði húsfreyjan í Hjarðarholti í fleiri horn að líta á þessum árum. Þar var jafnan mjög margt heimilisfólk og auk margra annarra gesta, sem að garði bar, voru landpóstarnir. í Hjarðarholti voru krossgötur þeirra og gististaður öll árin, sem þau prófastshjón sátu Hjarðarholt. Og eigi hafði prófast- urinn ávallt langan hvíldartíma, er afgreiðsla þeirra bættist ofan á skyldustörf, sem útheimtu mjög mikið þrek. Hvaðan af landinu voru einkum þeir, sem sóttu skóla séra Ólafs? Nemendur voru aðallega úr Borgarfirði og Dölum. Þetta lýsir betur en mörg orð því trausti, sem þeir báru til séra Ól- afs og konu hans, sem bezt þekktu til þeirra. Vert er einnig að minnast þess, að á sama tíma og skóli séra Ólafs er sóttur af sonum og dætrum Borgarfjarðar, eiga þeir heima í héraði sínu völ á bændaskólanum á Hvanneyri og alþýðuskólanum a Hvítárbakka. En báðir þessir skólar nutu mikils og verðskuld- aðs álits. Þannig endurnýjaði borgfirzk kynslóð, sem eigi var vaxin úr grasi, þegar séra Ólafur hélt til Breiðafjarðardala, hlý og traust vináttutengsl við héraðið, sem hann hafði miklai mætur á. Ekki þurfti séra Ólafur að sóa þreki sínu til þess að siða óknyttastráka, þeir fyrir fundust engir í skóla hans. Nemend- ur, sem hefðu ætlað að haga sér eftir eigin duttlungum í Hjarð-

x

Kirkjuritið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.